Jahérna, hverjum datt í hug að ég myndi hafa það af að setja upp svona síðu. En ég er loksins komin með ADSL, þannig að núna loksins nennir maður kannski að vera aðeins á netinu. Frekar en á 56K módeminu sem maður komst hvort eð er ekki inn á netið með. Ég veit nú ekki alveg hvað ég ætla mér með þessa síðu en það mun koma í ljós með tímanum. Þetta verður kannski til þess að vinir geti fylgst betur með manni, ef þeir hafa áhuga á annað borð! ;)
Jæja, ég ætla að láta þetta nægja í bili og fara aðeins að skoða þessa græju aðeins betur. Sjá svona almennilega hvað maður var að koma sér í!
Góðar stundir,
Ace in Space ( finally)
Jæja, ég ætla að láta þetta nægja í bili og fara aðeins að skoða þessa græju aðeins betur. Sjá svona almennilega hvað maður var að koma sér í!
Góðar stundir,
Ace in Space ( finally)