mánudagur, febrúar 17, 2003

Góðan mánudag öll sömul,

Þetta er alveg ágætur mánudagur skal ég segja ykkur. Er reyndar dálítið þreytt eftir helgina, fórum til Akureyrar skötuhjúin að kíkja á tengdó. Alveg ágætisferð. Fórum af stað á föstudagskvöldi og náðum að vera á milli lægða alla leið. Var reyndar dálítið hvasst. Áttum síðan góðan stundir með vinum og fjölskyldunni og lögðum síðan í hann í gærkveldi um 8 leytið, þá átti versta veðrið að vera afstaðið. Það stóðst líka, var allhvasst en ekkert að færðinni þ.e. þar til við komum í Borgarfjörð þá fór að rigna, élja, snjóa og svo kom slydda bara svona til að toppa þetta. Færðin var frekar slæm þegar komið var út úr borgarnesi og munaði minnstu að við færum út af á einu tímabili en þar komu Mamas and the Papas til hjálpar, var nefnilega að syngja til að róa mig niður og get ég sagt með stolti að þó að ýmislegt gengi á þá söng ég þarna Monday, Mondey alveg skammarlaust, þó að hjartað hafi reyndar tekið góða dýfu þarna á tímabili.
En allt er gott sem endar vel og við vorum komin heim rétt um 2 leytið. Þá fórum við bara beint í bólið og ég skal segja ykkur það að ég hefði alveg þegið að sofa aðeins lengur...kannski svona 5 mínútur, þið skiljið. lol

Syngjandi sæl og glöð,
Ace in Space ;)