fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Jæja dýrin mín stór og smá,

Það hlaut að koma að því að hún sneri aftur stúlka. Er búin að vera alveg arfa léleg við að blogga hérna, en ætla nú að fara að taka mig á.
Finn það hvað maður er allur að lifna við nú þegar sér orðið fyrir endann á þessum vetri og vorið er byrjað að syngja í æðunum. Ok ég veit að það er ennþá dimmt og kalt og allt það en bara tilhugsunin um að nú styttist í vorið er nóg fyrir mig.
Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni og ég er búin að vera ógeðslega dugleg. Svo dugleg meirað segja að ég gaf mér frí í dag og á morgun.

It's good to be king! ;)

Eins gengur allt vel hjá mér og jóla, erum enn skotin og finnst það fínt. Við áttum meirað segja 9 mánaða afmæli 4. febrúar. Þetta er næstum komið ár, who guessed?
Ég er að berjast við kvef akkurat núna, elska að vera stífluð og hnerra og hnerra og hnerra, ætla að reyna að framlengja þessu eins lengi og ég get...not. Það er líka alveg merkilegt hvað hárið á manni lýsir vel innri líðan. Það nefnilega bregst ekki að ef ég er eitthvað slöpp og tussuleg þá er hárið á mér það líka. Sem betur fer á ég pantaða klippingu á morgun, held ég meiki ekki marga fleiri daga með þennann lubba.
En nú ætla ég að fara að garfa í einhverjum matreiðslubókum og reyna að elda eitthvað mannsæmandi handa fjölskyldunni í kvöld. Aðeins að reyna að dekstra við þau elskurnar. Prufaði reyndar á sunnudaginn "austurlenskan fermingarpottrétt" upp úr bókinni sem við fengum í jólagjöf 'Hristist fyrir notkun' snilldarbók og mjög góður réttur, prufaði einmitt nokkur hráefni sem ég hef aldrei notað í eldamennsku áður eins og mango chutney og niðursoðnar paprikur, er ekki frá því að í mér leynist ævintýrakokkur sem virðist vera að reka nefið út undan fellingunum.

En þar til við heyrumst næst,
lifið heil

Aromat