laugardagur, febrúar 22, 2003

Sit hérna alveg grútþreytt fyrir framan tölvuna, datt í hug að slengja inn smá slurk.
Hef ekki verið að fá neina hvíld alla vikuna þrátt fyrir að fara að sofa á skikkanlegum tíma, segir mér bara það eitt að eitthvað er í vændum, vona að það sé eitthvað gott.
Allt gott annars, góð vika sem slík og ekki allt búið enn! Það er þorrablót á morgun verður örugglega gaman, verst samt að það er á sama tíma og partýið hjá hrefnunni, en góðir hlutir gerast alltaf á sama tímanum. Ætla nú ekki að hafa þetta mikið lengra en...
Er búin að vera ógeðslega dugleg að lesa þessa vikuna, datt ofaná snilldarrithöfund Kay Hooper sem skrifar alveg gríðalega góðar spennusögur, fíla hana í botn. Ætla samt held ég að fara að sofa núna ekki lesa,

later,
ace