sunnudagur, maí 11, 2003

Jæja, þá er maður búinn að uppfylla borgaralegar skyldur sína og skila inn sínu atkvæði.
Ekki það að það hafi skilað sér, ef fer sem horfir verður Dabbi kóngur enn eitt kjörtímabilið. Það eina sem gæti bjargað málunum í bili væri ef að Dóri tæki allt í einu upp á því að fara sínar eigin leiðir... en verum raunsæ hérna hverjar eru líkurnar á því? Ef ég ætti að veðja um það myndi ég setja líkurnar 1:500 000 000...and counting.
Frekar fúlt sérlega í ljósi þess hvað stjórnarandstaðan virtist vera að sækja á.. allavega fyrst um sinn.

En þarna einmitt kemur vandamál stjórnarandstöðu fram í hnotskurn, hún er ekki sammála stjórninni og ekki sammála hinum í stjórnarandstöðunni! It's a no win situation. Ég held að ef að stjórnarandstaðan hefði getað hundskast til að taka sig saman í andlitinu og reynt að vinna aðeins meira saman í þessari baráttu en ekki gegn hvert öðru þá hefði útkoman getað verið önnur.

En kannski er mig bara að dreyma....

X-zzzzzzzz
ace