sunnudagur, ágúst 24, 2003

New and improved...

ace

hér er ég annann daginn í röð að blogga, þetta gæti orðið að vana, vonandi. náði loksins að laga þetta með íslensku stafina, ótrúlega einfalt, hlaut eitthvað að vera, hélt að svona forrit væru idiot proof en ég hef komist að því að svo er ekki, þurfti að fá litlu systur til að kenna mér að setja íslenska stafi.

fór í vinnuna um hádegi, ekkert að gera. vona að betur gangi á morgun.

hey það er útborgunardagur á föstudaginn!

stóra systir í norge á líka afmæli 27. ágúst, það fer pakki af stað á morgun. Vona að hann skili sér í tíma. veit hún fyrirgefur samt ef það næst ekki.