miðvikudagur, september 03, 2003

alveg...

æði hvað ég get verið bjartsýn, held alltaf að ég ætli að vera ógeðslega dugleg að blogga, gera mitt til að skrásetja þessa undarlegu nýju öld sem virðist ekki vera að færa okkur neitt af þeim tækniundrum sem allir bjuggust við "in the year two thousand" minnir mig einmitt á schetch sem ég sjá hjá Conan O'Brien helvítið fyndið man nú samt ekki alveg út á hvað hann gekk. En talandið um Conan þá er einmittt fyrrverandi sidekickið hans Andy Richter kominn með þátt á ríkinu. The world of Andy richter eða eitthvað svoleiðis þar sem hann leikur lífsþreyttan skrifstofu mann. Ótrúlega spennandi!

Er ekki búin að gera mikið af viti þessa vikuna, get kannski huggað mig við það að hún er bara hálfnuð en... ég reyni eftir fremsta megni að lifa ekki í sjálfsblekkingu (að undanskildu blogginu) og sé ekki með góðri samvisku að ég verði að gera neina stórkostlega hluti það sem eftir lifir viku frekar en það sem á undan er gengið

Verð að hætta núna, er að slæpast á miðjum degi og verð að fara að koma mér að gera það sem ég þarf að gera workwise.
Hey já ætla líka að kíkja í inntökupróf í mótettukórnum og vona að það komi sér vel að ég þekki u.þ.b. hálfann kórinn.

wish me luck