miðvikudagur, september 10, 2003

og ég beið, og ég beið, og ég beið..

og beið..og beið..og beið..
og enn er ekki búið að hringja í mig frá Móttetukórnum þar sem ég sótti um að komast inn í síðustu viku. Ég verð bara að reyna að halda í vonina að Hörður sé svo desperat að fá mig að hann sé að gera hvað hann getur til að finna mér pláss...as if. Þó að ég hafi reyndar verið ógeðslega skemmtilega og fyndin í inntökuprófinu. Sagði meira að segja þegar hann var að fullvissa mig um að ég væri með mjög góða rödd og hún væri allavega ekki ástæða þess að ég kæmist ekki í kórinn ef að því kæmi þá sagði ég sko: " já ég hafði nú engar áhyggjur af því að ég væri ekki með nógu góða rödd! Hafði bara áhyggjur af því hvort þið hefðuð pláss fyrir mig!" Og svo brosti ég mínu blíðasta, vona bara að það hafi virkað.

Það var nóg að gera um seinustu helgi, fór í partý með DÝ á föstudag, svo verslunarstjórahitting og síðan í 3tugs afmæli til Viggu Rottu. Mjög gaman. Að ógleymdu 75 ára afmælinu hans afa. Það var rosalega fínt og hann svona hress líka.

Svo er bara vinnuferð á laugardaginn kemur, verður vonandi gaman, þemað er villta vestrið. Og svo helgina á eftir þá á hann jóli minn afmæli og við ætlum í bústað.
og helgina þar á eftir á DÝ afmæli þannig að það er engin lognmolla í kringum mig takk fyrir.

Að auki er nóg að gera í vinnunni, talning um næstu mánaðarmót og ég á mótþróa skeiðinu. Vona bara að ég fari að ná í skottið á sjálfri mér. Óþolandi þegar svona margt liggur fyrir og maður nennir ekki neinu af því. En ég ætla nú að taka mér tak á morgun og skella mér í slaginn við óreiðuna.

spyrjið að leikslokum því enginn veit hvernig þetta endar allt saman,


peace out