sunnudagur, september 14, 2003

oooo

jæja, ég hef greinilega ekki komist inn í Mótettuna í þetta skiptið. Mér sýndist allavega á síðunni hennar soll soll að hún Emelía hafi komist inn og því er augljóst að fyrst ekki var haft samband við mig að ég komst ekki inn. Er samt svolítið spæld yfir því að fá að vita þetta með því að lesa þetta á blogginu hjá sollu. Finnst að það hefði alveg mátt hafa samband við mann þó ekki hefði verið til að segja takk en nei takk krafta þinna er ekki æskt að svo stöddu. Hann meira eða minna gaf það til kynna að haft yrði samband á hvorn veginn sem færi.

En on to bigger and better things.

Langar að benda öllum á afar áhugaverðann þátt sem verður sýndur á ríkinu á þriðjudaginn kemur um Líf með MS (Mutiple sclerosis). Þar veður hún Lonni vinkona mín í aðalhlutverki. Verður sýndur kl. 21:30 eða svo og sjáfsagt fjallað um þetta í Kastljósinu líka. Mjög góður þáttur fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta málefni frekar.


Ætla að hætta núna og fara í háttinn, er eitthvað fúl á móti og vona að fýlan verði búin að renna af mér í fyrramálið.

gúttí núttí,