Það er eitthvað að...
.. þegar ég er orðin einn af afkastamestu bloggurum sem ég þekki. Er ekki alveg sátt við liðið hvað það er slappt í fréttaflutningunum. Ég meina veit fólk ekki að ég bý úti á landi og mig vantar að fá smá tengingu við borgina.
Annars er það af mér að frétta að ég var í atvinnuviðtali í morgun og líka í svona pre-símaviðtali við ráðningarskrifstofu vegna annars starfs. Á von á að heyra frá báðum eftir helgi, vonandi fyrr. Veit að ég ætti að fá bæði störfin en nú er vandinn að ákveða hvort ég vil frekar. Auk þess sem ég var líka búin að tala við fyrrverandi kollega minn og hann er að ath með vinnu fyrir mig líka þannig að vonandi fer nú loksins eitthvað að gerast. Get ekki beðið eftir að komast í vinnu. Er ekki gerð til að gera ekki neitt.
En bið að heilsa í bili,
Ása
Annars er það af mér að frétta að ég var í atvinnuviðtali í morgun og líka í svona pre-símaviðtali við ráðningarskrifstofu vegna annars starfs. Á von á að heyra frá báðum eftir helgi, vonandi fyrr. Veit að ég ætti að fá bæði störfin en nú er vandinn að ákveða hvort ég vil frekar. Auk þess sem ég var líka búin að tala við fyrrverandi kollega minn og hann er að ath með vinnu fyrir mig líka þannig að vonandi fer nú loksins eitthvað að gerast. Get ekki beðið eftir að komast í vinnu. Er ekki gerð til að gera ekki neitt.
En bið að heilsa í bili,
Ása