sunnudagur, september 28, 2003

eg vissi tad

að ég átti ekki að vera að lofa neinu með bloggið enda hefur það sýnt sig að ég hef greinilega ekki staðfestuna til að skrifa hérna reglulega.
Enda hefur svo sem ekki neitt mikilvægt verið í gangi, er bara á kafi í vinnunni talningin yfirvofandi um mánaðarmót og ég einhvern vegin 2 vikum á eftir áætlun og strikamerkjavélin bilaði og ég hef ekki verið nógu duglega að taka til og búa til hillumiða og ýmislegt sem ég veit að enginn sem ég þekki skilur eða er yfirleitt eitthvað annað en skítsama um! lol

Er byrjuð aftur í skólanum erum búin að fara yfir birgðahald og áætlunargerð voða gaman, en aftur verð ég að efast um að nokkur sem ég þekki hafi nokkurn áhuga á þessum efnum!

Ég er svolítið þreytt á konunum sem ég vinn með og ætla að fara að taka þær í sálfræðimeðferð. Ég veit ekki um aðra eins niðurrifsstarfsemi eins og þær fremja á sjálfum sér nánast daglega. ER samt eitthvað svo absúrd að ég rétt að verða 25 ára sé að kenna þeim 50-60 ára hvernig þær eiga að koma fram við sjálfa sig en... hvað getur maður gert? Ég get bara ekki þolað að fólk komi svona fram við sjálft sig, veit nefnilega svo vel af eigin reynslu að það bjargar engu að rakka sjálfan sig niður.

Hef oft hugsað um það afhverju ég er ekki löngu byrjuð að skrifa fyrstu sjálfshjálparbókina mína, ég virðist alltaf hafa ráð við hverju því sem er að hrjá fólk í kringum mig, ógeðslega væri gaman ef mér gengi eins vel að greina sjálfa mig!

skál,
og ég vona að ég lifi vikuna af, bara ekki búast við því að ég skrifi nokkuð hingað fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu helgi!