mánudagur, september 06, 2004

Kvölda tekur sest er sól

Tja eða þið skiljið. Haustið alveg komið og maður einhvern veginn bara meyr. Er búið að vera náttulega bilað í vinnunni en ég er að jafna mig á því, enda ekki slæmt að vera í vikufríi svona í septemberbyrjun.

Er hjá frænku að chilla og passa hundinn hennar meðan hún er í vinnunni. Já þið heyrðuð það hér, ása er að passa hund. Og ekki bara einhvern hund heldur rottweiler. Ása hundahrædda virðist ætla að komast yfir hundahræðsluna með því að umgangast rottweiler hunda. Eins gott að venja sig við bara nógu asskoti stóra þá eru hinir ekkert vandamál.


Var helgi nr. 15 um helgina. Var frekar nett, fór með Dísu skvísu út á lífið. Og þvílíkt líf. Við drukkum frá okkur allt vit, eða þið skiljið... það litla sem við höfum. Og dönsuðum eins og fífl.
Gerðist líka fleira skemmtilegt sem er frekar svona til að segja frá í persónu, en varð til þess að ég ætla að semja ljóðabálk sem ber heitið: Til TB, með þökk fyrir ******* á *********** á *******. Fyrir nánari upplýsingar og þýðingar vinsamlegast hafið samband við undirritaða. ;*

Annars allt við það sama. Á enn eftir að kíkja á hann litla kút hennar Lilju en ætla að kíkja núna í vikunni með Lonni, svo ætla ég líka á vídeókvöld með draumprinsinum mínum. Ætlaði líka að vera ógó dugleg að mála íbúðina, alla vega herbergið mitt. Sjáum til hvernig það fer. Er ekkert í rosalegu framkvæmdarstuði þessa dagana en illu er best aflokið.

Jæja, held að ég sé búin að uppfylla upplýsingarskyldurnar í bili,
Ég óska ykkur eins skemmtilegu og spennandi lífi og mitt er
ciao
ása