Home alone 2
Jæja,
Ein í eyðibýlinu aftur í dag. Fjölskyldan ákvað að framlengja dvöl sinni í sveitasælunni um eina nótt. Að þessu sinni samt í bústaðnum hennar ömmu uppi á Mýrum, held ég, fattaði allt í einu að ég er ekki viss. Allavega eru þau ekki heima, sem er gott og vel.
Lá við hitaslagi í vinnunni í dag enda sjálfsagt um 30°c hiti í búðinni og engin loftræsting. Við eigum hins vegar tvær 9" viftur sem gera alls ekkert gagn. Við gætum allt eins staðið og blásið hvor á aðra.
Fór að sækja "litla" fðænda út á völl í dag. Mjólkaði þetta náttulega eins og ég gat og fór úr vinnunni kl. 11. Fór og tók bensín á bílinn. Keypti mér sjeik og lagði síðan af stað í Kef. Dólaði mér á 90-100 hlustaði á Dido, drakk sjeikinn minn og söng. Frekar ljúft. Svo var ég frekar snemma í því og þurfti að bíða fyrir utan flugstöðina í þessari dýrindisblíðu.
Bauð síðan fðænda á stælinn og fór svo aftur í vinnuna, þar sem ég hélt áfram að vinna í húðumhirðu minni með því að svitna eins og svín. Hver þarf gufubað, komið bara í heimsókn til mín í vinnuna á heitum sumardegi!
Búin í vinnunni rétt um sexleytið. Byrjaði að labba út í strætó en fattaði síðan að ég meikaði ekki tilhugsunina um að sitja í strætó í 5 mínútur. Sem var í raun svolítið slæmt því það varð til þess að ég fór ekki til hans Sverris míns í ÁDÍ mini-BOB.
En allavega þarna var ég tilbúin að fara heim, vildi ekki í strætó og datt í hug að það væri sniðug hugmynd að nýta þetta góða veður til gönguferðar. Hmmm. Við skulum bara segja að það vildi til að ég hitti ekki neinn sem ég þekki á göngu minni því þegar heim var komið þá lyktaði ég eins og ég hef aldrei lyktað áður. Ákvað þá einmitt að ég gæti ekki farið í mini-BOBið og ekki heldur á NÝMS kaffihúsafundinn með Lonni. Var bara heima. Fór í það sem átti að vera köld sturta en það eru biluð blöndunartækin þannig að hún var bara heit eins og vanalega, en lyktin allavega fór.
Kveikti á grillinu og steikti hamborgara. Alger grillmeister eða þannig. Svo hringdi Lonni og kom síðan í heimsókn. Hún var einmitt að fara rétt áðan.
Þannig var nú dagurinn minn. Fyrir þá sem biðu eftir að vita þá fór ég að sofa um 1 leytið í gær. Var nokk gott og er bara hress. Aldrei að vita nema ég endurtaki leikinn í kvöld. Spennandi.
Fyrir þá sem þekkja mig nógu vel til að vita hvar vinnan mín býr þá er grillveisla á laugardaginn. Húllum hæ og gaman. Fríar pylsur ef einhvern langar í pylsu eða er bara of blankur til að kaupa sér hádegismat! Allir velkomnir.
Held að þetta sé allt og sumt í bili. Ætla að slæpast aðeins á netinu og fara síðan, held ég, að sofa.
Góðar stundir,
ása
Ein í eyðibýlinu aftur í dag. Fjölskyldan ákvað að framlengja dvöl sinni í sveitasælunni um eina nótt. Að þessu sinni samt í bústaðnum hennar ömmu uppi á Mýrum, held ég, fattaði allt í einu að ég er ekki viss. Allavega eru þau ekki heima, sem er gott og vel.
Lá við hitaslagi í vinnunni í dag enda sjálfsagt um 30°c hiti í búðinni og engin loftræsting. Við eigum hins vegar tvær 9" viftur sem gera alls ekkert gagn. Við gætum allt eins staðið og blásið hvor á aðra.
Fór að sækja "litla" fðænda út á völl í dag. Mjólkaði þetta náttulega eins og ég gat og fór úr vinnunni kl. 11. Fór og tók bensín á bílinn. Keypti mér sjeik og lagði síðan af stað í Kef. Dólaði mér á 90-100 hlustaði á Dido, drakk sjeikinn minn og söng. Frekar ljúft. Svo var ég frekar snemma í því og þurfti að bíða fyrir utan flugstöðina í þessari dýrindisblíðu.
Bauð síðan fðænda á stælinn og fór svo aftur í vinnuna, þar sem ég hélt áfram að vinna í húðumhirðu minni með því að svitna eins og svín. Hver þarf gufubað, komið bara í heimsókn til mín í vinnuna á heitum sumardegi!
Búin í vinnunni rétt um sexleytið. Byrjaði að labba út í strætó en fattaði síðan að ég meikaði ekki tilhugsunina um að sitja í strætó í 5 mínútur. Sem var í raun svolítið slæmt því það varð til þess að ég fór ekki til hans Sverris míns í ÁDÍ mini-BOB.
En allavega þarna var ég tilbúin að fara heim, vildi ekki í strætó og datt í hug að það væri sniðug hugmynd að nýta þetta góða veður til gönguferðar. Hmmm. Við skulum bara segja að það vildi til að ég hitti ekki neinn sem ég þekki á göngu minni því þegar heim var komið þá lyktaði ég eins og ég hef aldrei lyktað áður. Ákvað þá einmitt að ég gæti ekki farið í mini-BOBið og ekki heldur á NÝMS kaffihúsafundinn með Lonni. Var bara heima. Fór í það sem átti að vera köld sturta en það eru biluð blöndunartækin þannig að hún var bara heit eins og vanalega, en lyktin allavega fór.
Kveikti á grillinu og steikti hamborgara. Alger grillmeister eða þannig. Svo hringdi Lonni og kom síðan í heimsókn. Hún var einmitt að fara rétt áðan.
Þannig var nú dagurinn minn. Fyrir þá sem biðu eftir að vita þá fór ég að sofa um 1 leytið í gær. Var nokk gott og er bara hress. Aldrei að vita nema ég endurtaki leikinn í kvöld. Spennandi.
Fyrir þá sem þekkja mig nógu vel til að vita hvar vinnan mín býr þá er grillveisla á laugardaginn. Húllum hæ og gaman. Fríar pylsur ef einhvern langar í pylsu eða er bara of blankur til að kaupa sér hádegismat! Allir velkomnir.
Held að þetta sé allt og sumt í bili. Ætla að slæpast aðeins á netinu og fara síðan, held ég, að sofa.
Góðar stundir,
ása