fimmtudagur, janúar 19, 2006

Já.is

Jæja,

Aldrei er maður ánægður. Fór eins og ég átti von á að mér var boðið starf hjá ja.is. Vandinn!? Jú, ég er líka að bíða eftir svari um annað starf sem er hérna á Dalvík og ég vildi helst af öllu vinna hérna. Bæði eru það leiðindi að þurfa að keyra klst. á dag á milli en einnig líka kostnaður. Og ég er ekki að komast inn í bæjarlífið. Mér finnst það nefnilega soldið mál, verandi utanaðkomandi að komst í tengsl við einhverja bæjarbúa, eignast vini og verða ' gegn meðlimur í samfélaginu'.

Ég hafnaði vinnunni.
Ég veit ekki hvort ég á eftir að sjá eftir þessari ákvörðun en hún hefur verið tekin til góðs eða ills. Ég á von á að heyra af hinni vinnunni fyrir helgi og vona að ég fái hana. En ef ekki... þá verð ég bara að verða agressívari, prenta út ferilsskrá og ganga í fyrirtæki bæjarins. Er samt að vona að ég fái þessa vinnu... plís, plís, plís, ráðiði mig.

Við sjáum til á morgun, þá er nefnilega nýr dagur!

Ása Björg