Harður húsbóndi
Jæja, þá hefur húsbóndinnn á heimilinu heimtað að ég bloggi. Ekki að ég viti hvað hann er að rífa sig, það er ekki eins og hann sé mjög tíður í sínu bloggi!
En nóg um það. Héðan úr Dallas er lítið að frétta. Lífið gengur sinn vanagang. Er að plana aðra bæjarferð annað hvort 16. eða 17. feb og er það vegna frænkuboðs sem fer fram þann 18. Mikið hlakka ég til að hitta frænkur mínar, þetta eru s.s. dætur og dótturdætur (móður)ömmu minnar og hennar systkyna, en þau voru 9 ef ég man rétt. Hér í eina tíð áður en Friðbjörg langamma dó þá voru haldnar stórar fjölskylduveislur og öllum boðið. Sá siður hefur því miður dottið upp yfir í seinni tíð, en þetta frænkuboð hóf göngu sína fyrir nokkrum árum og er það mjög gott að hitta þessar yndislegu frænkur alla vega 1 sinni á ári. Það er líka gaman að nýjar frænkur bætast inn í hópinn þegar þær ná 18 ára aldri.
Ég tók allt eldhúsdótið mitt frá Friðbjörgu frænku í seinustu ferð og vonandi næ ég að taka eitthvað fleira með núna, en óvíst er hvort við verðum með aukafarþega eður ei, svo það verður að koma í ljós. Ég get alla vega tekið eitthvað, vonandi. Það er samt þvílíkur léttir að hafa eldhúsdótið 'mitt' hérna, þó að Sverrir eigi flest þá er það ekki mitt og það er gott að geta sett minn svip á íbúðina og að 'eiga' eitthvað hérna, ekki vera bara eins og gestur.
Átti mjög langt samtal við Bryndísi systur núna í kvöld, ótrúlegt hvað hægt er að blaðra, en samt alltaf gott þó maður sé ekki að segja neitt merkilegt þannig. Ekki frekar en ég geri hérna, svona yfirleitt!
Ása Björg
En nóg um það. Héðan úr Dallas er lítið að frétta. Lífið gengur sinn vanagang. Er að plana aðra bæjarferð annað hvort 16. eða 17. feb og er það vegna frænkuboðs sem fer fram þann 18. Mikið hlakka ég til að hitta frænkur mínar, þetta eru s.s. dætur og dótturdætur (móður)ömmu minnar og hennar systkyna, en þau voru 9 ef ég man rétt. Hér í eina tíð áður en Friðbjörg langamma dó þá voru haldnar stórar fjölskylduveislur og öllum boðið. Sá siður hefur því miður dottið upp yfir í seinni tíð, en þetta frænkuboð hóf göngu sína fyrir nokkrum árum og er það mjög gott að hitta þessar yndislegu frænkur alla vega 1 sinni á ári. Það er líka gaman að nýjar frænkur bætast inn í hópinn þegar þær ná 18 ára aldri.
Ég tók allt eldhúsdótið mitt frá Friðbjörgu frænku í seinustu ferð og vonandi næ ég að taka eitthvað fleira með núna, en óvíst er hvort við verðum með aukafarþega eður ei, svo það verður að koma í ljós. Ég get alla vega tekið eitthvað, vonandi. Það er samt þvílíkur léttir að hafa eldhúsdótið 'mitt' hérna, þó að Sverrir eigi flest þá er það ekki mitt og það er gott að geta sett minn svip á íbúðina og að 'eiga' eitthvað hérna, ekki vera bara eins og gestur.
Átti mjög langt samtal við Bryndísi systur núna í kvöld, ótrúlegt hvað hægt er að blaðra, en samt alltaf gott þó maður sé ekki að segja neitt merkilegt þannig. Ekki frekar en ég geri hérna, svona yfirleitt!
Ása Björg