miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Borg óttans

Jæja, þá er maður kominn heim í sveitasæluna. Aldrei hef ég skilið hvað fólk hefur verið að tala um borg óttans en skil þetta núna, það var greinilega verið að tala um umferðina! Ég var bara hrædd. Ég man ekki eftir að hafa verið svona stressuð í umferðinni áður, en það hlýtur að vera að maður hafi bara verið svona samdauna. Ég er alla vega voða fegin að vera komin aftur til Dalvíkur þar sem ekki eru umferðaljós og ekkert hringtorgið heldur.

Átti samt góða daga í borginni. Fór í skírn hjá Lonniardóttur sem ber orðið í dag nafnið Þórunn Emilía Baldursdóttir. Fallegt nafn á fallegri stúlku.

Náði samt ekki að hitta alla sem ég ætlaði og bið ég ykkur afsökunar, ég reyni að ná á ykkur næst.

En mig langar líka að benda á að kílómetrafjöldinn er sá sami hvort sem ekið er suður eða norður!

Kveðja,
Ása Björg

E.s. fyrir þá sem ekki vissu þá fékk ég ekki starfið sem ég var að sækjast eftir, en það bíður bara eitthvað betra eftir mér.