sunnudagur, febrúar 08, 2004

Af mér...

Kannski kominn tími til að rjúfa þögnina með einhverju öðru en einhverju gríni, þó ég viti að grínið hefði kannski verið betra.

Ég og jóli hættum saman núna í vikunni, hann flutti út á föstudaginn og ég hef eytt 2 nóttum ein í rúmminu mínu. Ég ætla ekki að fara að vera með einhverja ræðu um að þetta hafi verið okkur fyrir bestu og eitthvað svoleiðis kjaftæði, er of sár enn sem komið er til að vera með slíkar yfirlýsingar.
Læt mér nægja að segja að þetta kom ekkert rosalega á óvart en var engu að síður sárt.
Ég ætla hins vegar að taka hærri veginn og líta á þetta sem mitt tækifæri til að fara að lifa á mínum eigin forsendum. Ég ætla að fara að vinna í því að láta mína draum rætast.

Eins og þeir sem mig þekkja vita er að ég er að ala upp ungling og föður. Nú þegar styttist í lok náms unglingsins finnst mér kominn tími til að við förum að huga að framtíðinni okkar allra. Eftir eitt og hálft ár endar sá tími sem ég var búin að gefa þessum kafla og þá verð ég að fara að setja mig númer eitt. Hvað gerist kemur í ljós með tíð og tíma en ég er að vera búin með allar þær afsakanir sem hafa nýst mér í gegnum tíðina til að setja mig og mína drauma á bið og þá er ekkert eftir nema að láta slag standa.

Keep your fingers crossed,

Til ykkar sem ég var ekki búin að láta vita af þessu bið ég afsökunar ef þetta kemur illa við ykkur, þið megið vita að ég er að spjara mig og mun lenda á fótunum að vanda.

Ég veit þið hugsið hlýlega til mín,
Ásinn