Blood on the dancefloor
Sælir vinir,
Long time no blog... eða þannig.
Það er nú s.s. ekki búið að vera neitt hevy action í gangi undanfarið. Fór samt með henni skvísu út um helgina, fórum í tvítugsafmæli samstarfskonu hennar á Pravda.. var mjög fínt.. ef frá eru talin sætin í hliðarsalnum sem við vorum í. Voru svona 15 cm frá jörðunni þannig að maður sat með hnén í andlitinu, með tilheyrandi bakverkjum og liðaverkjum þegar maður stóð loksins upp. En það var frítt áfengi og svo var hann Svabbi að spila á gítar í partýinu og ég og skvísa sungum náttulega eins og lungun leyfðu. Síðan þegar partýinu lauk, rétt um 1 held ég, var stefnan tekin á Glaumbar. Við sátum þar og drukkum og dönsuðum og þá einmitt kemur að því sem ég vitnaði í í titlinum á þessum pistli nefnilega "Blood On the Dancefloor" jú við vorum þarna í þvílíku grúvi og getiði bara hvað jú einhver helv... klaufinn hoppaði ofan á fótinn á mér með þeim afleiðingum að það brotnaði nöglin á miðtánni á hægri fæti.. ég er enn að bíða eftir að sjá hvort hún er alveg dauð eða hvort hún hefur það af.. will keep you updated.
En þess utan var þetta mjög gott kvöld. Síðan kom Ösp frænka mín að sækja mig og við fórum heim til hennar og gláptum á endurunnin ljón snilldar mynd sem ég mæli hiklaust með. Síðan var sofið fram eftir degi og síðan ekki sögunni meir..
þ.e. lítið meira að frétta.. er búin að vera á kafi í vinnunni og er svo fegin að vera að fara úr bænum að ég get varla andað.
Jú reyndar hún Lonni Björg kíkti í heimsókn í vinnuna til mín í dag. Var allt of langt síðan við sáumst síðast. Vona bara að við náum eitthvað að sjást áður en þau fara í bústað.
Allavega nóg í bili,
segi ykkur hvernig fer með akureyrarferðina þegar ég kem til baka
góðar stundir,
ása
Long time no blog... eða þannig.
Það er nú s.s. ekki búið að vera neitt hevy action í gangi undanfarið. Fór samt með henni skvísu út um helgina, fórum í tvítugsafmæli samstarfskonu hennar á Pravda.. var mjög fínt.. ef frá eru talin sætin í hliðarsalnum sem við vorum í. Voru svona 15 cm frá jörðunni þannig að maður sat með hnén í andlitinu, með tilheyrandi bakverkjum og liðaverkjum þegar maður stóð loksins upp. En það var frítt áfengi og svo var hann Svabbi að spila á gítar í partýinu og ég og skvísa sungum náttulega eins og lungun leyfðu. Síðan þegar partýinu lauk, rétt um 1 held ég, var stefnan tekin á Glaumbar. Við sátum þar og drukkum og dönsuðum og þá einmitt kemur að því sem ég vitnaði í í titlinum á þessum pistli nefnilega "Blood On the Dancefloor" jú við vorum þarna í þvílíku grúvi og getiði bara hvað jú einhver helv... klaufinn hoppaði ofan á fótinn á mér með þeim afleiðingum að það brotnaði nöglin á miðtánni á hægri fæti.. ég er enn að bíða eftir að sjá hvort hún er alveg dauð eða hvort hún hefur það af.. will keep you updated.
En þess utan var þetta mjög gott kvöld. Síðan kom Ösp frænka mín að sækja mig og við fórum heim til hennar og gláptum á endurunnin ljón snilldar mynd sem ég mæli hiklaust með. Síðan var sofið fram eftir degi og síðan ekki sögunni meir..
þ.e. lítið meira að frétta.. er búin að vera á kafi í vinnunni og er svo fegin að vera að fara úr bænum að ég get varla andað.
Jú reyndar hún Lonni Björg kíkti í heimsókn í vinnuna til mín í dag. Var allt of langt síðan við sáumst síðast. Vona bara að við náum eitthvað að sjást áður en þau fara í bústað.
Allavega nóg í bili,
segi ykkur hvernig fer með akureyrarferðina þegar ég kem til baka
góðar stundir,
ása