laugardagur, september 17, 2005

Það er bara allt að verða vitlaust

Ása að blogga í annað skiptið á einni viku!

Er enn á Dalvík, en er að fara heim með flugi á eftir um 3 leytið. Ætla að kíkja til Jönu í ammæli í kvöld. Hlakka til.

Er samt soldið blue yfir að þurfa að fara frá sveppinum en svona er þetta víst að vera í svona long-distance sambandi.. endalausar kveðjustundir og langar stundir á milli funda.

Heyrði í fasteignasalanum í gær og það virðist sem allt hafi gengið í gegn hjá ÍBLS en heyrði reyndar ekki aftur í henni eftir að hún sótti plöggin.. held hún hefði samt hringt ef það hefði verið eitthvað vesen. Hlakka til að skrifa undir plöggin í næstu viku og veit að ég á sjálfsagt eftir að tapa mér í fögnuði.

Vona að þið hafið það gott um helgina,

ása pjása