þriðjudagur, júlí 05, 2005

.. og það er bara allt að gerast!

Jæja, ýmislegt drifið á daga eins og vanalega þegar eitthvað líður á milli blogga.

Það sem kannski er ekki síst er það sem gerðist í dag sem er að íbúðin mín er komin á sölu!!!! YAHOOOOOOO Já, fasteignakallinn kom í morgun og tók myndir og nú bíð ég spennt eftir að sjá auglýsinguna á netinu. Er búin að vera stelast til að kíkja á netið í allann dag, en er ekki enn komið inn.

Þetta er ár draumanna sem rætast. Enda ætla ég að fara út til Frakklands og það er nú draumur út af fyrir sig.
Annar draumur sem er að rætast núna er að ég er byrjuð í ökuskóla og já, góðir hálsar, ég ætla að læra á bifhjól!!! lol Ég veit að sumir verða hissa, og fatta loksins hvað ég er algerlega út úr kortinu, enda hef ég svo sem ekkert verið að auglýsa það að mig langi að læra að stýra slíkum grip. En mig langar það samt og hefur langað í langann tíma. Og þar sem nú er ár draumanna þá lét ég slag standa. Ég á nú samt eftir að fara í fyrsta verklega tímann en ég veit að ég á eftir að pluma mig fínt! Sé mig í anda í leðurdressinu og læti. Já, seisei.

Ég kíkti á sveppa fyrir 2 vikum síðan, seinni vikuna mína í fríi og hafði það æðislega gott hjá honum.

Nú eru 18 vinnudagar eftir hjá mér og svo frelsi. Það er nú reyndar það smá mál að það þarf að selja íbúðina áður en ég kemst lönd eða strönd en ég hef ákveðið að hafa ekki stórar áhyggjur af því, ég veit ef ég þarf þess þá get ég fengið vinnu út ágúst og yrði vel þegið að hafa mig í skólavertíðinni. Ég er nú samt að vona að það komi ekki til þess, en það fer eftir því hversu fljótt gengur fyrir sig að selja íbúðina.

Með sól í hjarta og söng á vörum,
ása