þriðjudagur, september 13, 2005

Update

Jæja,

Kannski kominn tími á update. Sit hérna í góðu yfirlæti á Dalvík hjá sveppinum mínum. Búin að vera hér frá því á föstudag. En það var einmitt á fimmtudaginn sem ég og pabbi skrifuðum undir kauptilboð á íbúðinni okkar! Tadada!! Hún er s.s. seld. Ok, er samt að reyna að hemja mig þanngað til komið er samþykki frá ÍBLS. Á samt að vera auðfengið mál. Skilst að við ættum að heyra eitthvað á næstu dögum, alla vega fyrir helgi. Þvílíkur léttir. Er í einhverju limbói akkurat núna og veit ekki alveg hvað ég á að gera. Verður góð tilfinning að geta greitt upp allar skuldir og eiga smá pening til að gera eitthvað gott fyrir mig!

Er aðeins að brjótastu um í mér að það sem nú er farið að líða ansi nálægt jólum ( ok ekki þannig en samt... þið skiljið) þá veit ég ekki hvort ég ætla að fara til frakklands núna eða eftir áramót. Kannski fara í svona dekurferð núna... er með smá hugmynd sem ég þarf að þróa betur... læt ykkur vita hvernig það fer.

Afhending á íbúðinni er 15. október og ég ætla að hjálpa pabba að flytja og svoleiðis.

Ég er svo glöð!!!!! Loksins get ég farið að láta mína drauma rætast... er samt ótrúlega fyndið að ég er strax farin að plana haustið... 2006! lol Held að það sé ekki tímabært að opinbera það á þessari stundu en ég virðist ekki geta funkerað án áætlunar! Týpísk steingeit!!!

Vona að þið hafið það gott.

Ég elska alla,
Ása