miðvikudagur, febrúar 11, 2004

update

Sæl aftur,

Verð að segja ykkur eitt fyndið sem hún Dídí vinkona mín sagði mér þegar ég hringdi í hana og var að segja henni frá sambansslitunum, einmitt svona klassískt dæmi um hvað maður gerir sér ekki grein fyrir öllu fólkinu sem fílar mann í heiminum.

Mamma hennar hafði einhvern tíman sagt henni að ef við jóli hættum einhvern tíman saman þá ætti hún nú einn son sem ég mætti alveg eiga.
Ef þið eruð ekki að fatta brandarann þá langar mig að benda á að nefndur sonur er einungis seytján ára. En sýnir manni samt að ef fólk er tilbúið að bjóða manni barnunga syni sína að þá hlýtur það að fíla mann allavega eitthvað smá!

Mig langar að þakka fyrir knúsið frá Bibbu, hringingunnar frá Lonniettunni í Ástralíu auk bréfsins sem ég fékk frá Donnu Hrefnu di Alto. Það ótrúlega við svona stundir er hvað þær hjálpa manni að gera sér ljóst hvað maður á góða að.

Ég er mjög glöð að eiga ykkur að,

Takk fyrir mig,
Ásinn