mánudagur, mars 22, 2004

Föndra...einhver?

Komiði sæl,

Hvað skal segja, ég er búin að komast að því að ég sakna þess að föndra. Ég hef verið mikið að velta þessu fyrir mér og er í debat við sjálfa mig hvort maður eigi að fara að skella sér aftur í slaginn. Það snýst náttulega að miklu leyti um hvort maður finnur rétta föndurfélagann en kannski er hægt að finna einhvern sem getur föndrað með manni svona þegar mann langar til en þarf ekki endileg að vera tímafrekt eða langtíma föndur!?

Ég hef svo sem föndrað með svoleiðis félögum og það er ekkert alltaf slæmt en alveg spurning hvar maður finnur svoleiðis föndurmanneskju því hún þarf jú að vera frekar flink í höndunum.

Ég finn nefnilega að ég er ekki tilbúin að stofna einhvern föndurklúbb en samt... kannski ef rétti föndufélaginn finnst þá er alveg hægt að skoða það. Það er nefnilega lítið gaman að föndra einn og ég er vægast sagt búin að fá nóg af því.

Ef einhver getur hugsað sér að föndra með mér eða veit um einhvern sem hefði áhuga þá er ég komin á það stig að ég skoða ýmsa kosti. Endilega bara látið heyra í ykkur!

Ace in space

Málsháttur dagsins: Betri er einn föndrari í hendi en tveir í skógi.