mánudagur, mars 01, 2004

frí at last, frí at last, frí at last...

já þið heyrðuð það hér. Ég er komin í frí. Verð í frí fram á næsta þriðjudag. Ætla að taka mér smá timeout til að íhuga stöðu mína í lífinu og ná jafnvægi í mínu andlega sjálfi.
lol eða eitthvað. Ég hef það samt fínt svona almennt, er aðalega vinnan sem er að fara í taugarnar á mér núna, ekki málið með jóla þó að það hafi að sjálfsögðu verið svolítið að íþyngja mér líka. Ég ætla bara að hanga og sluggsast og svo ætla ég í bústað um helgina svona aðeins að komast úr vananum. Veit að það verður fínt.
Ég er í major vinnukrísu þessa stundina vegna þeirra breytinga sem eru í gangi í fyrirtækinu. Veit ekki hvort ég hef áhuga á að taka þátt í þessum skrípaleik eitthvað lengur. Veit að ég gæti fengið þessi sömu laun, fyrir minni ábyrgði, hugsanlega fleiri yfirvinnutíma en þeir yrðu allavega borgaðir sem þeir eru ekki í dag. Veit ekki, ætla bara að reyna að skoða málið frá öllum hliðum áður en ég tek upplýsta ákvörðun um veru mína hjá þessu fyrirtæki.

Af öðrum málum er allt gott, mér gengur vel að halda á mér hita um nætur, þó ekki spillti fyrir ef einhver væri til í að koma og kúra hjá mér svona 2-3 í viku, sjálfboðaliðar vinsamlegast sendið inn umsókn á asabval@hotmail.com.

Ætla núna að njóta þess að vera í fríi á mánudegi og fara að lúlla mig, því ég vakti til kl. 6 í morgun m.a. að horfa á Óskarinn, ruglaðann, og hanga á netinu.

peace out,
ace