Ógó dugleg
Eins og þið sjáið er ég ógeðslega dugleg í vinnunni, alla vega að blogga. Ég er annars búin að vera mjög dugleg við að taka til á skrifstofunni minni, því eins og þið örfáu sálur sem hafið verið svo heppnar að fá boð inn í þetta allra heilagasta þá er ég ekki snyrtipinni sérstakur. Get reyndar verið alger slóði með að taka til í svona pappírum og svoleiðis. Nennessu bara ekki. En ég er reyndar alltaf með ákveðið skipuleg, þið kannist við það --> skipulagt kaos, og það virkar alveg fyrir mig. En yfirstrumpurinn kom í gær í heimsókn og var eitthvað að finna að þessu við mig, (ég sem var nýlega búin að gera rosalegann skurk hérna) og ég sé þann kostinn vænstann að demba mér í þetta. Hann lofaði nefnilega að mæta eftir mánuð með tertu til að skoða árangurinn, þannig að ég ætla nú ekki að missa af því. Verra er samt að ég þyrfti alveg nauðsynlega að mála hérna líka þannig að ég veit ekki hvort ég næ því á þessum mánuði, en ég tekst alla vega á við draslið.
Greyið systir mín skammaðist sín víst rosalega fyrir föndurcommentið en ég meina, hitt var nú reyndar líka alveg satt að mig vantar eitthvað hobbý og væri alveg til í að fara að taka upp prjónana aftur. Var nefnilega að koma út ný prjónabók fyrir svona fólk eins og mig sem kann bara slétt og brugðið hún heitir Garnaflækja og ég spái henni mikilli sölu á árinu. Þetta er svona fyrir byrjendur, ungar stúlkur, sem langar að prjóna sér sjal eða húfu eða sms vettlinga!
Já, þið lásuð rétt sms vettlinga, það eru svona vettlingar sem eru með opnanlegum þumlum svo hægt sé að senda sms án þess að þurfa að taka vettlingana af sér! Ógó sniðugt!!!
En nú ætla ég að halda áfram að taka til,
bið ykkur vel að lifa að sinni
Eis
Greyið systir mín skammaðist sín víst rosalega fyrir föndurcommentið en ég meina, hitt var nú reyndar líka alveg satt að mig vantar eitthvað hobbý og væri alveg til í að fara að taka upp prjónana aftur. Var nefnilega að koma út ný prjónabók fyrir svona fólk eins og mig sem kann bara slétt og brugðið hún heitir Garnaflækja og ég spái henni mikilli sölu á árinu. Þetta er svona fyrir byrjendur, ungar stúlkur, sem langar að prjóna sér sjal eða húfu eða sms vettlinga!
Já, þið lásuð rétt sms vettlinga, það eru svona vettlingar sem eru með opnanlegum þumlum svo hægt sé að senda sms án þess að þurfa að taka vettlingana af sér! Ógó sniðugt!!!
En nú ætla ég að halda áfram að taka til,
bið ykkur vel að lifa að sinni
Eis