mánudagur, mars 22, 2004

Heather Mills McCartney

Var að lesa það mikla menningartímarit Hello, og rakst þar á grein sem stakk mig svolítið. Þar var hún Heather, íslandsvinur, að taka við viðurkenningu frá Lions fyrir góðgerðarstörf. Ágætis grein þar sem hún lýsir því hvernig þetta hafi verið góð áminning til hennar um að hætta ekki við góðgerðarstörf þrátt fyrir þá slæmu umfjöllun sem hefur verið um hana undanfarið. Þessi málsgrein stakk mig þó sérstaklega:

" I had a deal going through with an Icelandic prosthetics manufacturer so people all over the world could have legs like mine at a cheap price but they pulled out because they felt there was too much bad press associated with me. Only two companies in the world are able to make these limbs, so it's not just me who is hurt - thousands of other people's lives are ruined."

Þetta þykir mér ekki góð auglýsing fyrir Össur, né Ísland, og er ég alvarlega að hugsa um að skrifa þeim bréf og skora á þá að endurskoða afstöðu sína ef slæmt umtal var virkilega ástæða þess að hætt var við þennann samning.

Smá umhugsunarefni í boði Hello,
ace