fimmtudagur, október 21, 2004

In the end there will only be one

Ok, ég viðurkenni það. Ég horfi á survivor, samt ekkert veik. Þoli alveg að missa af einum og einum þætti... næ þá bara endursýningunni ;)
Hef einmitt svolítið verið að velta fyrir mér sjónvarpsglápi mínu. Á mánudögum er survivor og ok reyndar one tree hill :* já ég horfi.. en bara af því að það er á undan survivor.
á þriðjudögum er það innlit/útlit og judging amy. Á miðvikudögum er það americas next top model. Á fimmtudögum er það csi: miami. Á föstudögum eitthvað sem ég man ekki alveg hvert er. Og á laugardögum er það charmed. Svolítið lame að eiga einhvern þátt á hverju kvöldi. Held ég verði að fara að hætta að horfa á sjónvarp. Langar að fara að gera eitthvað uppbyggilegt. Maður er nefnilega svo ótrúlegur að maður heldur alltaf að maður ætli að verða ógó duglegur... bara ekki núna.. heldur seinna... veit ekki alveg hvenær maður heldur að seinna sé. Er að spá í hvort seinna verður ekki einhvern tíman fljótlega... ég held það. Ætla að hugsa um þetta betur... á morgun ;)

Er búin að ná að mála hálft herbergið mitt. Ehh reyndar til að segja satt þá málaði ég það nú ekki sjálf... lol... heldur málaði jói megnið af þessu. lol Hann kom í bæinn á föstudaginn og vantaði gistingu og ég hafði hugsað mér að biðja frænku að hjálpa mér að mála þetta kvöld og því var það svo að við enduðum 3 í málaragallanum að sletta á veggina. Og áður en nokkrum dettur í hug að spyrja þá var ekkert í gangi! Bara hafa það á hreinu.

Eru búnir að vera erfiðir dagar í vinnunni, eru 2 búnar að vera veikar í 2 daga og þá er ekki talin með þessi sem er í 6 vikna veikindaleyfinu! Þannig að við höfum bara verið 2 núna í 2 daga. Enda sést það líka á búðinni, kannski samt mest fyrir aftan. Enda er ofsalega lítið sem maður kemst yfir þegar maður þarf að vera á sífelldum hlaupum.

Er að fara í haustlitaferð á laugardaginn. Verður örugglega gaman, var samt aðeins minni mæting en ég hefði viljað. En það er allt í lagi. Læt ykkur vita.

Fyrir ykkur sem hefur hungrað í fréttir af skemmtanalífinu mínu get ég huggað með að það gengur mjög vel. Undanfarnar helgar hef ég farið út 1 til 2 kvöld með reyndar undantekningunni um þar seinustu helgi þá fór ég ekkert út... minnir mig.

jæja, nóg af mér,
ses snart
ása