laugardagur, september 24, 2005

Klukk

Jæja, þetta klukk er alveg að fara með fólk greinilega. Ég hef verið klukkuð tvisvar. Einu sinni af Bryndísi og einu sinni af Jönu. Mér skilst að þetta snúist um að maður setji fram 5 handahófskenndar staðreyndir um sjálfann sig svo hér kemur það:

1. Ég naga neglurnar á mér.

2. Ég er æðislega góður kokkur.

3. Sá staður sem mig langar mest að ferðast til er Amazon-
skógurinn og sjá slóðir Inkanna.

4. Uppáhalds myndin mín er The Cutting Edge.

5. Ég var að kaupa mér ógó flotta skó reyndar eru mínir svartir!!


Annað sem er að frétta er að við erum búin að skrifa undir kaupsamning, eigum að afhenda 15. október.

Ég er búin að finna mér skóla sem ég held að ég ætli að fara í. Hann er reyndar í Cannes en ekki Montpellier eins og ég ætlaði upphaflega. En mér líst bara best á þennann. Ef ég fer þá byrja námskeið þar 16. október þannig að maður má aldeilis hafa sig við að klára að flytja pabba og svona.

Held ég láti þetta duga í bili.

ása