þriðjudagur, október 25, 2005

25.10

Í dag var erfiður dagur. Ekkert sérstakt í gangi en bara eitthvað döpur og þreytt. Hef ekki sofið vel undanfarnar nætur, vakna í sífellu og hef haft martraðir. Held ég verði að fara að finna mér eitthvað að gera sem krefst einhverrar orku. Ég ætla að reyna að fara til Nice á morgun og kaupa mér æfingarbuxur og byrja að labba á morgnanna. Hef svo sem ekki margt annað að gera. Við, ég, Paula og Elisabeth erum að spá í að kíkja til Mónakó á föstudag eftir hádegi. Verður örugglega gaman ef af verður. Fórum í gær til St. Tropé aftur, á bílnum hennar Paulu. Það var mjög gaman. Þær slepptu sér í skóbúðunum en ég var voða stillt! Ætla samt að reyna að kaupa mér fínni skó á morgun ef ég finn einhverja. Það er yndislegt veður í dag. Sól og hlýtt. Ég var að koma af ströndinni þar sem ég stóð í flæðamálinu og lét öldurnar leika um fætur mér. Yndislegt að finna aðdráttaraflið að verki.

23.10

1 vika liðin frá því ég kom hingað. Þetta er búin að vera löng vika. En að sama skapi skemmtileg. Ég er búin að kynnast mörgu ágætisfólki.
Fór í gær til St. Tropé. Átti að vera skipulögð ferð, en leiðsögumennirnir okkar ákváðu að hætta við vegna rigningar. Við hins vegar ákváðum að fara á eigin spýtur. Við vorum 6, ég, Raphael, Nadia, Alex, Anita og Claire. Við skemmtum okkur vel og veðrið spillti ekki. Að komast til St. Tropé héðan tekur um 1 klukkustund og 40 mínútur og veðrið þegar við komum þangað var mjög gott. Það er verið að loka búðunum í St. Tropé fyrir veturinn og því voru útsölulok. Það er samt frekar dýrt að versla þarna. En það er gaman að labba þarna um, en væri sjálfsagt skemmtilegra ef einhver væri til að benda manni á það sem áhugavert er, við löbbuðum bara verslunargöturnar fram og tilbaka og fórum síðan heim. Claire náði að kaupa sér fingravettlinga, en þar með voru innkaup hópsins upptalin. Lol.
Í gærkveldi fórum síðan ég, Nadia, Claire og Raphael út að borða á The Italian Café sem er hérna við strandgötuna u.þ.b. 10 mín frá skólanum. Var mjög gaman en mig svimaði svo rosalega, held að það hafi verið svona seintekin sjóriða, að ég fór bara heim eftir mat. Nadaia og Claire fóru hins vegar á bæjarrölt. Samkvæmt slúðrinu við brunchborðið þá var MJÖG skemmtilegt hjá Nadiu, á eftir að heyra í henni á morgun. lol Líður eins og ég sé 14 einu sinni enn. Tíhí, hver kyssti hvern!?

Nýjast hernaðaráætlunin til að komast í H&M er að fara eftir tíma á miðvikudag, þá er ég bara í morguntíma og er því búin kl. 12. Það er opið í búðunum í Nice til 19:30 þannig að ég ætti að komast til að versla aðeins. Eins og flestir vita þá er ég ekki sú mesta fatafrík sem fyrirfinnst, en... Ég er bara búin að vera hérna í viku og ég er að íhuga að fara í aðra ferð mína í þvottahúsið í dag og ég fór á miðvikudag!! Það gefur auga leið að ég verð að gera eitthvað, það er alveg max að þvo þvott 1 sinni í viku fyrir 1 manneskju. Vandamálið hérna er að það er svo rakt að ég svitna og svitna. Ég fer því ekki í sömu fötin 2 daga í röð sem ég hefði hiklaust gert heima. Þess vegna er alveg það minnsta að eiga föt fyrir fleiri en 4 daga!

Það er ágætis veður hérna í dag, er sól og léttskýjað þannig að það dregur fyrir sólina af og til, en það gæti vel verið veður fyrir ströndina. Held það bara. Andy, Jin, og Hung (kóreskar) buðu mér að koma með sér á ströndina á eftir, fer kannski með bókina mína og sit aðeins á ströndinni. Sé til hvort ég get ekki allavega orðið útitekin. Það er nú alveg það minnsta finnst mér. Ég á líka eftir smá heimavinnu, þannig að ég reyni kannski að klára hana svo ég þurfi ekki að gera hana í kvöld! lol 7 ár frá því ég hætti í skóla og enn að klára heimavinnuna á sunnudegi! Ótrúlegt hvað sumt breytist aldrei.

Ég skil loksins núna afhverju allir töluðu um brunch um helgar með slíkri lotningu. Fór í mitt fyrsta brunch í hádeginu. Mætti hóflega bjartsýn, enda hefur framboðið hingað til ekki staðið neitt sérstaklega undir mínum væntingum. En alla vega ég mæti. Það er þetta vanalega morgunkorn og brauð, en nú eru líka croissont og bain du chocolat sem eru úr sama deigi og croissantin en með súkkulaðistöngum í. MMM, góður morgunmatur eða svoleiðis. Þarf vart að taka fram að ég ákvað að sleppa þessum dýrindisveigum. En alla vega þá voru líka skinkusneiðar þarna þannig að ég fékk mér minn vanalega morgunmat sem eru bran flakes og vatnsglas og bætti við einni skinkusneið svona til hátíðarbrigða. Ég er hálfnuð með skálina mína þegar ég fatta allt í einu að 1 eldhússtúlkan er að labba í sífellu framhjá mér með diska með einhverju á. Hmm! Svo allt í einu fatta ég þegar hún kemur að borðinu mínu með pöntunarblokk að það er hægt að panta hjá henni og þess vegna var mappa á borðinu. Þannig að ég pantaði ommelettu með sveppum og osti. Nammi, ég hefði getað kysst hana þegar hún kom með diskinn minn. Eftir 6 daga af bran flakes og vatni fékk ég loksins eitthvað almennilegt. Hér eftir ætla ég ekki að missa af einum einasta brunch. Og hér eftir slepp ég við morgunkornið um helgar. Yahoo. Ótrúlegt hvað þarf lítið til að gleðja manns litla hjarta!