Cannes here I come... ehh eða ég er þar sko!
Góðir hálsar,
Hvern hefði grunað að fyrst verk mitt við komu til Cannes hefði verið að leita uppi sólarvörn!? Tja allavega ekki mér. En hérna í Cannes er sumar og sól. Einhvers staðar rétt yfir 20°gráðunum... lífið er ljúft.
Ég er aðeins búin að labba um bæinn og svona. Er samt eitthvað hálf týnd. Sem ég býst við að sé besti staðurinn til að byrja á ef maður er að reyna að finna sig!
Kann ágætlega við herbergið sem ég fékk. Er samt áhugavert að sjá það sem þeir sýna ekki á myndunum á síðunni t.d. lestarteinana sem liggja hérna milli skólans og strandarinnar! lol Og glugginn minn snýr einmitt þangað. En ströndin er falleg og ég hugsa að það verði gott að vera hérna!
Skrifa meira síðar,
Ása Björg
Hvern hefði grunað að fyrst verk mitt við komu til Cannes hefði verið að leita uppi sólarvörn!? Tja allavega ekki mér. En hérna í Cannes er sumar og sól. Einhvers staðar rétt yfir 20°gráðunum... lífið er ljúft.
Ég er aðeins búin að labba um bæinn og svona. Er samt eitthvað hálf týnd. Sem ég býst við að sé besti staðurinn til að byrja á ef maður er að reyna að finna sig!
Kann ágætlega við herbergið sem ég fékk. Er samt áhugavert að sjá það sem þeir sýna ekki á myndunum á síðunni t.d. lestarteinana sem liggja hérna milli skólans og strandarinnar! lol Og glugginn minn snýr einmitt þangað. En ströndin er falleg og ég hugsa að það verði gott að vera hérna!
Skrifa meira síðar,
Ása Björg