miðvikudagur, febrúar 11, 2004

eitt að lokum...

... var að lesa gömlu bloggin mín, ógeðslega gaman að hafa svona dagbók.
Og sá þá líka hvað ég er ógeðslega skemmtilegur penni og ég held ég sé að gera heiminum mikinn grikk með því að skrifa ekki oftar á bloggið.

Einn verslunarstjórinn sagði einmitt um mig (þegar ég hafði sent út póst þar sem ég bauð fólki að koma og hjálpa mér að halda upp á sjötugs afmæli ömmu minnar með því taka þátt í birgðatalningu í Smáralind 2. febrúar (amma mín átti í alvöru afmæli sko)) að ég væri skrítin og gæti ekki skrifað eðlilegann póst.

Ég tók því sem hrósi.

Ég verð að fara að bæta inn commentum hingað á síðuna svo þið getið öll hrósað mér...

... eða kannski ekki setja inn comment og halda áfram að lifa í sjálfsblekkingunni...hmmm... tricky

Verð allavega að fara að sofa núna

Góða nótt,