sunnudagur, mars 07, 2004

ahhh...

... jæja þá getið þið loksins farið að baun á mig á síðunni minni. Setti loksins inn svona comment og reyndar teljara líka. Bara svona upp á grínið fyrst ég var í stuði.

Er búin að eiga yndislega fríviku og ekki allt búið enn.... því ég er líka í fríi á morgun. lol
En síðan tekur alvaran við á þriðjudag.

Átti góða helgi upp í bústað með dísu, hilmari, völu og bjössa. Suðum okkur í pottinum og drukkum bjór og léttvín eins og við gátum í okkur látið. Enduðum síðan helgina í djö/%$" roki og rigningu á leiðinni heim. Fórum samt í Eden og fengum okkur ís svona í sárabót. Alveg með ólíkindum að maður nenni þessu alltaf sérlega þar sem ísinn í Eden er ekki sá besti sem maður fær og þar að auki á maður á hættu að það rigni á mann þó að maður sé inni. En þetta er svona venja og hvar væri maður án vanans. ..?

Er líka á leið á árshátíð næstu helgi þannig að það er eitthvað að hlakka til svo ég minnist ekki á að hún Lonni mín er að koma heim. Hlakka til að sjá hana aftur, hún er búin að vera alltof lengi úti í Ástralíu.

En ætla að fara og kíkja aðeins á kóðann á þessari síðu þarf að skoða eitt og annað.

Bið að heilsa,
ace