miðvikudagur, mars 31, 2004

í dag

í dag var erfiður dagur.
í dag þurfti ég að taka á honum stóra mínu.
í dag held ég að ég hafi tapað sakleysi mínu.

ég tek huggun mína í orðunum sem ég setti efst á síðuna, skora á ykkur að lesa þau vel og velta þeim fyrir ykkur því ef farið er eftir þeim krefst það mikils af manni.


Þetta er vinnutengt og því get ég ekki sagt nánar frá þessu en ég þigg alla þá hlýju strauma sem þið eruð tilbúin að senda mér.


ég er búin í dag.

á morgun er nýr dagur.

ása