fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Aarrrrg

Arrrg. Er alveg að drepast úr pirring. Það eru 148 dagar eftir af árinu en mér finnst ég ekki eiga einn einasta dag eftir af geðheilsu. Er alveg í neðsta þrepi, er sjálfri mér ónóg eitthvað. Þið kannist kannski við þessa tilfiningu þegar mann langar bara að hoppa upp og niður því þá alla vega væri maður að gera eitthvað. Æ, ég veit ekki.

Ég stakk upp á smá vinnubreytingu hjá mér í gær... þ.e stakk upp á því við yfirmann minn, sjáum til hvernig það fer, Best að segja sem minnstu um þetta í bili því þetta er frekar fjarlægur möguleiki.

Elsku besta stóra systir mín kom til landsins í gær. Ég og pabbi fórum út á flugvöll að sækja hana og Styrmi. Pabbi kenndi mér vistakstur á leiðinni.

Seinasta helgi var góð. Ég hélt uppi merkjum ÁDÍ 9. helgina í röð og er orðin stolt af þessu meti mínu. Og nú um helgina er Gay Pride og ég er búin að lofa Force frænku að við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Helgi númer 10 here I come!

Gerðist reyndar fleira um helgina því ég kyssti strák. Það var frekar fínt, veit ekki alveg hvað ég geri næst því ég er greinilega búin að henda mér út í djúpa enda laugarinnar. En hann er með númerið mitt, og hefur hringt og kannski kyssi ég hann aftur um næstu helgi....

Yfirmaður minn kom í heimsókn (s.s. í vinnuna til mín) á þriðjudaginn.

Heimsókn best líst svona:

GSM sími 30.000

Laun þín sem starfsmanns: þriggja stafa tala þó hún sé ekki eins há og hún ætti að vera (finnst þér)

Svipurinnn á yfirmanni þínum eftir að hann kemst að því að hann gleymdi gemsanum út í bíl og þú djókar með að hann hafi s.s. bara komið nakinn til þín... og hann misskilur þig -

ÓBORGANLEGUR

Reyni að vera duglegri að blogga, segji ykkur kannski af ævintýrum komandi helgar...

kannski ekki. ;)

Kveðja, ace