fimmtudagur, júní 10, 2004

Life is not a poem to be read outload...

Life is not a poem to be read outload...
...but a verse better savourd in silence...

Þetta skrifaði ég einhvern tímann á mínum yngri árum. Soldið satt... held ég bara. Ótrúlegt hvað maður lifir að miklu leyti inni í sér. Mis mikið samt eftir tímabilum. Ég er að lifa inni í mér þessar stundirnar. Líður nokkuð vel, en samt. Æ... ég veit ekki.

Ótrúlegustu hlutir að hrærast um í mér og ég veit eiginlega ekki í hvern fótinn ég á að stíga... hlakka ógeðslega til utanferðar að ári...en það er að ári. Of langt til að maður geti í raun látið sig hlakka til án þess að gera lítið úr þeim veruleika sem maður þarf að lifa við þangað til.

Er að gefast upp á að vera í svona lélegu líkamsástandi en sé samt ekki neina leið sérstaklega til að gera eitthvað í því.
Er að drepast úr þreytu einhvern vegin... NB. ég er ekki að biðja um megrunarráð...

En maður heldur áfram þó lífið standi í stað...

Kannski skín sólin á morgun...

Kannski skín ég á morgun...

Kannski...