laugardagur, desember 24, 2005

Ekki feimin... jólin!

Kæru vinir og fjölskylda,

Gleðileg jól, gæfuríkt ár, þökk fyrir allt gamalt og gott.

Er í góðu yfirlæti á Dalvík og fékk morgunverð í rúmið og læti. Síðan verðum við hjá Hafdísi mömmu hans Sverris, verður margmenni þar því við verðum 8. Verður gæs og hamborgarhryggur. Verður nóg af öllu. Við vorum ábyrg fyrir eftirrétt, Sverrir bjó til ís og svo verða með því jarðaber og súkkulaði sósa.

Ég vona að jólin finni ykkur með frið í hjarta og bros á vör.

Ástarkveðjur,
afmælisbarnið