Dýrt er það drottins orðið...
.. eða í þessu tilfelli klippingin sem ég fór í í dag. En fyrir hana borgaði ég sléttar 450 NOK. Soldið dýrt. Ég setti líka myndir inn á síðuna mína af mér nýklipptri. Vinsamlegast segið ykkar skoðun, ég er enn að gera upp hug minn. Þetta var samt mögnuð reynsla að fara í klippingu í 'útlöndum'. Gaman að bera saman mismunandi klippistíla. Hérna gengur þetta s.s. út á, af reynslu minni að dæma, að mæla allt eftir auganu, og mikið gert fríhendis og er þá skærunum skellt inní hárið með óreglulegu millibili og úlnliðurinn hreyfður fram og aftur. En ég ætla nú að gefa þessu sjens þar til eftir fyrsta þvott. Verður yfirleitt allt öðruvísi eftir fyrsta þvott.
Ég gerði nú annað í dag líka, við fórum í búðina. Elduðum chili con carne (eftir minni), Þorri bróðir hans Styrmis kom í heimsókn og mat. Ég og Bryndís fórum á kaffihús, ég drakk cider og hún kaffi. Komum heim og horfðum svo á eina mynd. Nú sit ég hérna og blogga og tala við sveppinn minn á msn.
Ég er búin að panta mér far til London 28. nóv. Nú þarf ég að fara að hafa upp á fólkinu sem ég þekki í UK og panta mér tíma til að hitta það. Svo að sjá til eftir það hvenær ég ætla að koma heim. En það styttist í það með hverjum degi.
Ég gerði nú annað í dag líka, við fórum í búðina. Elduðum chili con carne (eftir minni), Þorri bróðir hans Styrmis kom í heimsókn og mat. Ég og Bryndís fórum á kaffihús, ég drakk cider og hún kaffi. Komum heim og horfðum svo á eina mynd. Nú sit ég hérna og blogga og tala við sveppinn minn á msn.
Ég er búin að panta mér far til London 28. nóv. Nú þarf ég að fara að hafa upp á fólkinu sem ég þekki í UK og panta mér tíma til að hitta það. Svo að sjá til eftir það hvenær ég ætla að koma heim. En það styttist í það með hverjum degi.