þriðjudagur, janúar 03, 2006

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt ár lesendur mínir nær og fjær,

Lífið út á landi gengur sinn vana hægagang. Sitjum hérna í rólegheitum skötuhjúin, hann að glamra á gítarinn og ég að hamra á tölvuna. Áttum ágæt áramót. Borðuðum hjá tengdó, ása datt aðeins í það eins og henni er einni lagið. Fór síðan og sótti sveppinn á ballið sem hann var að spila á. Hann fylgdi mér síðan heim, enda veitti varla af. Var ansi glær á nýársdag. Ætla helst ekki að endurtaka þennann leik á árinu. Er soddan hænuhaus.

Fékk hringingu í morgun út af starfi forstöðumanns héraðs- og bókasafns Dalvíkurbyggðar og ég fæ þá vinnu ekki. En var að sækja um annað starf í gær og veit af því að það eru einhver fleiri í boði hérna svo ég er ekki farin að örvænta enn. Við ætluðum að fara í kaupstaðarferð í dag, en hættum við vegna roks. Förum bara á morgun.

Svona er lífið á landsbyggðinni í dag,
ása björg