fimmtudagur, apríl 22, 2004

Gleðilegt sumar

Er búin að vera léleg að blogga og hef reyndar ekki bloggað í næstum mánuð. Er búin að vera í einhverri niðursveiflu held ég hreinlega, samt ekkert alvarlegt. Hefur þó líst sér í því að ég nenni ekki að kíkja á tölvuna né að blogga.

Vinnan gengur ágætlega. Hlutirnir eru að jafna sig og ég trúi því að þetta hafi verið til góðs og eigi eftir að skila sér á allann þann hátt sem ég gat fyrirséð.

Páskarnir voru frekar fullir... eða var það ég sem var full um páskana? Það er svo erfitt að muna þetta rétt. lol
Fór í innflutningspartý til Díu á miðvikudeginum og endaði á að gista hjá þeim. Minnir að ekkert hafi verið í gangi á fimmtudagskvöldið en fór síðan í innflutningspartý til hans Edda, varð frekar vel í því eins og viðstaddir geta borið vitini um. Man ekki eftir að því að hafa verið svona full lengi. Átti síðan mjög timbraðann laugardag. Var á leiðinni í bústað og ætlaði að í alvöru að vera ógeðslega dugleg og vakna kl. hálf tíu...en nei.... komst ekki á fætur fyrr en kl. hálf þrjú. Hitti síðan frænku mína í mosó... rétt komst í ríkið áður en það lokaði.. sem betur fer sáu afgreiðslukonurnar í gegnum fingur sér og afgreiddu mig um 2 bjórkippur og 1 og 1/2 líter af blushi. Ég var mjög þakklát... eða þið skiljið... var ekkert gasalega æst í að drekka meira en samt ég meina ef maður ætlar í bústað þýðir ekki annað en að hafa bjór í pottinn... þ.e. til að drekka ekki til að baða sig.
Alla vega helgin var mjög góð drukknir 4 bjórir og nokkur vínglös og mikið spilað af dóminu og reyndar náðum við að meirað segja að drekka bjór og spila dóminó í pottinum og geri aðrir betur! lol

Síðan hefur nú mest lítið verið á döfunni.

Fór í dag.. svona í tilefni sumarsins... að labba með pabba í Heiðmörk. Var alveg yndislegt veður og við löbbuðum í góðann klukkutíma í veðurblíðunni. Ætla að reyna að vera dugleg að labba í sumar.. er bara svo hressandi.

Næst á dagskrá hjá mér er að það er BOBB hjá Sollu (ÁDÍ) á laugardag. Verður örugglega æðislega skemmtilegt.

Held að ég sé búin að skrifta í bili.

lofa meiru fljótlega
ása