30.10
30.10
Var að koma heim af tónleikum með Jimmy Cliffe. Fyrir þá sem ekki vita, og ég vissi ekki áður en ég mætti, er að Jimmy spilar reggie. Þetta voru bráðfínir tónleikar. Stórhljómsveit á bak við hann og Jimmy í fínu formi. Jimmy Cliffe er gamall reggie hundur og er víst sá sem 'uppgötvaði' Bob Marley og kom honum á framfæri. Sel ekki dýrara en ég keypti. Hann syngur líka lagið I think I can make it now the rain has gone (veit ekki titilinn) sem er úr einhverri kvikmynd sem mér er algerlega ómögulegt að muna en Cool Runnings kemur upp í hugann, þó ég haldi að það sé ekki rétt munað hjá mér.
Lífið hérna í Cannes er gott. Í dag vaknaði ég kl. 13, missti af brunchinum! Fór á fætur og skellti mér á ströndina þar sem ég dundaði mér til kl. 15:15 en þá fékk ég með göngutúr niður í bæ í hraðbankann og svo aftur til baka. Síðan lá ég á ströndinni í einn og hálfann tíma í viðbót. Það er með ólíkindum hvað ég þarf að þola til að ná smá lit. Jafnvel eftir útilegu mína í dag sést ekki litamunur á kroppinum á mér, þó að það hafi reyndar aðeins bæst í freknusafnið.
Ég man ekki hvenær ég skrifaði seinast svo ég segi kannski það sama og síðast en á miðvkudaginn fór ég til Nice. Ása hugrakka skellti sér ein í lestina og rambaði milli búða í leit að flíkum. Og loksins, loksins komst hún í H&M. Fann þar nokkrar ágætisflíkur sem ég tók myndir af og ætla að reyna að setja inn á netið. Því miður fann ég ekki neinar buxur. Það er ótrúlegt hvað stærðirnar hérna í Frakklandi eru litlar. Heima gat ég orðið keypt mér flíkur í 'venjulegu' deildinni. En hérna kemst ég ekki í neitt sem er í búðunum. Þarf eiginlega að finna út hvað stórar stelpur versla hérna í Cannes því ég hef enn ekki séð neinar búðir fyrir okkur sem erum breiðari en tannstönglar. En þetta hlýtur að koma. En s.s. ferðin mín til Nice gekk vel. Ég komst heilu og höldnu fram og til baka alveg ein. Skal samt viðurkenna að ég var svolítið óstyrk svona í fyrstu tilraun. En þetta er ekkert mál og ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur þó að það sé nú reyndar alltaf skemmtilegra að fara með einhverju.
Við fórum ekki til Mónakó á föstudag. Eftir versluarferðina mína til Nice varð ég veik á fimmtudag. Held að það hafi verið allt þetta ráp inn og út úr loftkældum búðunum. Ég alla vega fór úr tíma á fimmtudag, ógeðslega óglatt og með hita og var ekki í neinu sérstöku formi í gær þannig að við ákváðum að fresta ferðinni. Það var allt í lagi. Við fórum hins vegar út á borða á Palm Square sem er hinum megin við götuna frá Palais de Festival þar sem kvikmyndahátíðin í Cannes er haldin. Var virkilega þægilegt andrúmsloft og góður matur. Ég var samt komin heim rétt fyrir miðnætti.
Salvör og pabbi hringdu í mig á fimmtudaginn. Var gott að heyra í þeim. Ég hef verið að hugsa til ykkar allra heima og langar að hringja en þar er dýrt. Með 15€ símakorti fæ ég 35 mínútur til íslands þannig að það er ekki beinlínis praktíst fyrir mig að hringja. Ef fólk hins vegar hefur áhuga á að hafa samband við mig má alltaf senda email á asabval@gmail.com. Eða jafnvel senda mér bréfpóst en þá er heimilisfangið:
International Collége de Cannes,
c/o Ása Björg Valgeirsdóttir,
1, Rue du Dr. Pascual,
06400 Cannes
France
Síminn hérna er +33 493 473 929, það má ná í mig utan tíma, s.s. milli kl. 15:30 og 23:00 á mínum tíma, en klukkan í Frakkland er +1 klst. Það er samt betra að senda mér sms áður svo það sé öruggt að ég sé á heimavistinni.
Var að koma heim af tónleikum með Jimmy Cliffe. Fyrir þá sem ekki vita, og ég vissi ekki áður en ég mætti, er að Jimmy spilar reggie. Þetta voru bráðfínir tónleikar. Stórhljómsveit á bak við hann og Jimmy í fínu formi. Jimmy Cliffe er gamall reggie hundur og er víst sá sem 'uppgötvaði' Bob Marley og kom honum á framfæri. Sel ekki dýrara en ég keypti. Hann syngur líka lagið I think I can make it now the rain has gone (veit ekki titilinn) sem er úr einhverri kvikmynd sem mér er algerlega ómögulegt að muna en Cool Runnings kemur upp í hugann, þó ég haldi að það sé ekki rétt munað hjá mér.
Lífið hérna í Cannes er gott. Í dag vaknaði ég kl. 13, missti af brunchinum! Fór á fætur og skellti mér á ströndina þar sem ég dundaði mér til kl. 15:15 en þá fékk ég með göngutúr niður í bæ í hraðbankann og svo aftur til baka. Síðan lá ég á ströndinni í einn og hálfann tíma í viðbót. Það er með ólíkindum hvað ég þarf að þola til að ná smá lit. Jafnvel eftir útilegu mína í dag sést ekki litamunur á kroppinum á mér, þó að það hafi reyndar aðeins bæst í freknusafnið.
Ég man ekki hvenær ég skrifaði seinast svo ég segi kannski það sama og síðast en á miðvkudaginn fór ég til Nice. Ása hugrakka skellti sér ein í lestina og rambaði milli búða í leit að flíkum. Og loksins, loksins komst hún í H&M. Fann þar nokkrar ágætisflíkur sem ég tók myndir af og ætla að reyna að setja inn á netið. Því miður fann ég ekki neinar buxur. Það er ótrúlegt hvað stærðirnar hérna í Frakklandi eru litlar. Heima gat ég orðið keypt mér flíkur í 'venjulegu' deildinni. En hérna kemst ég ekki í neitt sem er í búðunum. Þarf eiginlega að finna út hvað stórar stelpur versla hérna í Cannes því ég hef enn ekki séð neinar búðir fyrir okkur sem erum breiðari en tannstönglar. En þetta hlýtur að koma. En s.s. ferðin mín til Nice gekk vel. Ég komst heilu og höldnu fram og til baka alveg ein. Skal samt viðurkenna að ég var svolítið óstyrk svona í fyrstu tilraun. En þetta er ekkert mál og ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur þó að það sé nú reyndar alltaf skemmtilegra að fara með einhverju.
Við fórum ekki til Mónakó á föstudag. Eftir versluarferðina mína til Nice varð ég veik á fimmtudag. Held að það hafi verið allt þetta ráp inn og út úr loftkældum búðunum. Ég alla vega fór úr tíma á fimmtudag, ógeðslega óglatt og með hita og var ekki í neinu sérstöku formi í gær þannig að við ákváðum að fresta ferðinni. Það var allt í lagi. Við fórum hins vegar út á borða á Palm Square sem er hinum megin við götuna frá Palais de Festival þar sem kvikmyndahátíðin í Cannes er haldin. Var virkilega þægilegt andrúmsloft og góður matur. Ég var samt komin heim rétt fyrir miðnætti.
Salvör og pabbi hringdu í mig á fimmtudaginn. Var gott að heyra í þeim. Ég hef verið að hugsa til ykkar allra heima og langar að hringja en þar er dýrt. Með 15€ símakorti fæ ég 35 mínútur til íslands þannig að það er ekki beinlínis praktíst fyrir mig að hringja. Ef fólk hins vegar hefur áhuga á að hafa samband við mig má alltaf senda email á asabval@gmail.com. Eða jafnvel senda mér bréfpóst en þá er heimilisfangið:
International Collége de Cannes,
c/o Ása Björg Valgeirsdóttir,
1, Rue du Dr. Pascual,
06400 Cannes
France
Síminn hérna er +33 493 473 929, það má ná í mig utan tíma, s.s. milli kl. 15:30 og 23:00 á mínum tíma, en klukkan í Frakkland er +1 klst. Það er samt betra að senda mér sms áður svo það sé öruggt að ég sé á heimavistinni.