1 til 7. nóv
7.11
Hér sit ég úti í garði og pikka á tölvuna mína, enn einu sinni þegar ég ætla að fara í Cyberdromið eru 'báðar' fartölvutengingarnar uppteknar!! Alveg magnað fyrirbæri þetta Cyberdrome. Dagurinn í dag er ekki svo góður. Ég horfði á bíómynd til kl. 1 í gærkvöldi og ætlaði síðan að fara að sofa. Ég veit ekki hvað klukkan var nákvæmlega þegar ég sofnaði loksins en mig grunar að hún hafi verið um hálf fjögur. Er alla vega illa sofin og úrill og búin að vera í allann dag. Það er samt búið að vera gott veður hérna í dag og hitinn fór sjálfsagt upp í 25°C ( bara svona til að spæla ykkur heima!) Ég fékk þá rellu í hausinn í tímanum mínum eftir hádegi að mig langaði ekkert að læra frönsku. Veit ekki alveg hvert sú hugsun mun leiða mig en við sjáum til hvort þetta líður ekki hjá! Er eitthvað aum og lítil í mér og langar bara heim. Ætla að sjá til hvort ég get ekki fengið almennilegan svefn í nótt og hvort viðhorf mitt verði ekki betra á morgun. Er að hlusta á Sælgætisgerðina ef einhver man eftir henni, sælla minninga. Er að gera mitt best til að fá liðið hérna til að fíla íslenskt. Lét spila Mugison á barnum í gær og fólk fílaði það alveg. Er jafnvel að spá í hvort ég gæti ekki fengið mér vinnu við að fara á milli svona skóla og kynna íslenska tónlist. Væri sjálfsagt ekki mikill peningur í því en ég gæti kannski fengið frítt húsnæði og mat út á það. Annars veit ég ekki afhverju mér datt þetta í hug, enda langar mig bara heim núna. Hefur kannski eitthvað með það að gera að eitt af því sem hélt fyrir mér vöku í gær var tilhugsunin um að ég ætti ekkert heimili. Ekki það ég veit að ég er ekki á götunni. En... ÉG á ekkert heimili! Sama hvert ég fer þá verð ég ekki heima hjá mér! Þið skiljið, eða alla vega ekki til að byrja með. Tekur tíma að koma sér fyrir á nýjum stað og gera hann að sínum eigin. Myndin af Laufvanginum sat föst í huga mér, allt tómt og ekkert sem bar þess vitni að ég hefði nokkurn tíma verið þar. Ótrúlegt hvað skilgreinir mann.
6.11
Jæja, ekki búin að skrifa í nokkra dag. Lífið hérna í Cannes er komið í fastann farveg og dagarnir líða einn af öðrum. Mér líður vel og er sátt. Er búin að eyða tíma mínum í lestur og hangs og líkar það vel. Í dag fórum við, Jeanna, Alexandra, Christopher og ég, til Nice og fórum á Nýlistasafnið. Þar er núna sýning með verkum eftir Robert Rauchenberg. Áhugaverð sýning en ég hef því miður lítinn smekk fyrir ýmsum formum nýlistar. Mér likaði best við ljósmyndirnar hans. Einnig voru á ýmis verk eftir nútíma listamenn, mikið af amerískri list. Það voru mjög áhugverð verk eftir Niki De Saint Phalle, Yves Klein, Roberto Malaval auk hóps sem var starfræktur á árunum 1965-1980 undir nafninu Ecole de Nice [Skólinn í Nice]. Var ýmislegt áhugavert frá þeim hóp. Á heimleiðinni fann ég líka skó!!! Loksins, kostuðu aðeins 15€. Ég er búin að taka myndir og ætla að setja inn. Allt er orðið mér myndefni, er að reyna að gera frekar of mikið en of lítið af því að taka myndir. En ég hins vegar gleymdi að taka myndavélina með mér á listasafnið! Týpískt ég. Annars er eitthvað lítið að frétta. Ég keypti og las Harry Potter and the half-blood prince. Mjög sorglegt. Er líka búin að finna mér nýjan höfund, Christopher Rice (sonur Anne Rice sem skrifaði Vampire Chronicles). Var að klára The Snow Garden, mjög góð bók og spennandi.
Á morgun 7. nóvember verður komið 1 ár frá því ég og sveppurinn minn hittumst fyrst. Ótrúlegt hvað getur margt breyst á einu ári.
1.11
Þá er nóvember hafinn. Einungis rúmar 6 vikur eftir. Lol, fyndið að tala svona enda hef ég bara verið hérna í rúmar 2. En það er ótrúlegt hvernig tíminn líður hérna. Það var ótrúlega rólegt hérna á heimavistinni í dag, enda flestir að sofa af sér syndir gærdagsins. Ég hins vegar fór á fætur rétt fyrir 11, fór í sturtu, klæddi mig og fór í brunch. Tók mig síðan til rétt eftir 12 og labbaði í bæinn. Það var ýmislegt opið, þrátt fyrir að í dag sé almennur frídagur. Alla vega nóg af búðum sem ég gat eytt peningum í. Keypti mér 2 nærfatasett og 2 æfingabuxur. Skemmtilegast við þetta var þó að ég verslaði mér æfingarbuxurnar í Zöru, sem er í fyrsta skipti sem mér tekst að finna eitthvað sem passar á mig þar. Þær voru reyndar alltof síðar en Ása útsjónasama var að sjálfsögðu með ferðasaumasettið sitt með sér og ég sat því hér og föndraðist við að klippa neðan af báðum buxunum sem littlu samfallanlegu skærunum mínum. Mig vantar reyndar tvinna til að ég geti faldað þær en ég get alveg notað þær svona þangað til ég verð mér út um tvinna.
Það var gott veður hérna, enn einn daginn. Það var nú reyndar eitthvað að þykjast ætla að rigna þegar ég labbaði heim rétt eftir 3 en það varð ekkert úr því.
Enn einn furðulegur kvöldmaturinn leit ljós í kvöld. Í kvöld var boðið upp á Toulouse Cassarole. Mitt ráð til þín ef þú sérð þetta einhvers staðar á matseðli: Ekki panta þetta! Pottrétturinn samanstóð af eftirfarandi: bökuðum baunum, pylsum (ekki svona rauðar eins og við þekkjum heldur eitthvað líkara bratwurst), nokkrar sneiðar af einhverri medisterpylsu og 2 lamba(held ég frekar en nauta-)skankar. Það sló þögn á salinn þegar þessu var skellt á borðin, og undrunar og hryllingssvipurinn á fólki sagði allt sem segja þurfti. Baunirnar voru ágætar. En þessi seinasta kvöldmáltíð hefur sannfært mig algerlega að ég þarf að sækja um 1/2 pension hérna á vistinni, s.s. bara morgunmat og hádegismat, ekki kvöldmat. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér og ég hef ekkert með það að gera að borða 2 heitar máltíðir, sérstaklega þegar hvorug þeirra er að mínu skapi. Ég get þá frekar bara keypt mér eitthvað grænmeti og etið eða farið út einhver kvöld. Ég get bara ekki meira af þessum mat.
Ég er að reyna að æsa fólk í að fara með mér eitthvert í næstu viku þegar enn einn frídagurinn er á föstudag 11. nóvember. Það væri svo tilvalið að leggja af stað á fimmtudagseftirmiðdegi eftir tíma og taka lest eitthvert annað hvort innan Frakklands eða til Ítalíu. Ég væri meir en til í að kíkja til Parísar, Flórens, Rómar eða Feneyja. Væri samt ekki eins skemmtilegt að þurfa að fara ein, en ég geri það ef enginn vill fara með mér. Enda ætla ég ekki að eyða 3ja daga helgi hérna á heimavistinni.
Ég er orðin uppiskroppa með lesefni og ætla að fara af alvöru að leita uppi bókabúðir. Hingað til hef ég fundið 1 bókabúð og hún seldi einungis bækur á frönsku! Mig vantar eitthvað á ensku. Ætla samt að snuðra hérna hvort einhver er ekki með eitthvað með sér enda er hér slatti af ameríkönum... spurningin er hins vegar hvort eitthvað af þeim lesi sér til dægrastyttingar.
Hér sit ég úti í garði og pikka á tölvuna mína, enn einu sinni þegar ég ætla að fara í Cyberdromið eru 'báðar' fartölvutengingarnar uppteknar!! Alveg magnað fyrirbæri þetta Cyberdrome. Dagurinn í dag er ekki svo góður. Ég horfði á bíómynd til kl. 1 í gærkvöldi og ætlaði síðan að fara að sofa. Ég veit ekki hvað klukkan var nákvæmlega þegar ég sofnaði loksins en mig grunar að hún hafi verið um hálf fjögur. Er alla vega illa sofin og úrill og búin að vera í allann dag. Það er samt búið að vera gott veður hérna í dag og hitinn fór sjálfsagt upp í 25°C ( bara svona til að spæla ykkur heima!) Ég fékk þá rellu í hausinn í tímanum mínum eftir hádegi að mig langaði ekkert að læra frönsku. Veit ekki alveg hvert sú hugsun mun leiða mig en við sjáum til hvort þetta líður ekki hjá! Er eitthvað aum og lítil í mér og langar bara heim. Ætla að sjá til hvort ég get ekki fengið almennilegan svefn í nótt og hvort viðhorf mitt verði ekki betra á morgun. Er að hlusta á Sælgætisgerðina ef einhver man eftir henni, sælla minninga. Er að gera mitt best til að fá liðið hérna til að fíla íslenskt. Lét spila Mugison á barnum í gær og fólk fílaði það alveg. Er jafnvel að spá í hvort ég gæti ekki fengið mér vinnu við að fara á milli svona skóla og kynna íslenska tónlist. Væri sjálfsagt ekki mikill peningur í því en ég gæti kannski fengið frítt húsnæði og mat út á það. Annars veit ég ekki afhverju mér datt þetta í hug, enda langar mig bara heim núna. Hefur kannski eitthvað með það að gera að eitt af því sem hélt fyrir mér vöku í gær var tilhugsunin um að ég ætti ekkert heimili. Ekki það ég veit að ég er ekki á götunni. En... ÉG á ekkert heimili! Sama hvert ég fer þá verð ég ekki heima hjá mér! Þið skiljið, eða alla vega ekki til að byrja með. Tekur tíma að koma sér fyrir á nýjum stað og gera hann að sínum eigin. Myndin af Laufvanginum sat föst í huga mér, allt tómt og ekkert sem bar þess vitni að ég hefði nokkurn tíma verið þar. Ótrúlegt hvað skilgreinir mann.
6.11
Jæja, ekki búin að skrifa í nokkra dag. Lífið hérna í Cannes er komið í fastann farveg og dagarnir líða einn af öðrum. Mér líður vel og er sátt. Er búin að eyða tíma mínum í lestur og hangs og líkar það vel. Í dag fórum við, Jeanna, Alexandra, Christopher og ég, til Nice og fórum á Nýlistasafnið. Þar er núna sýning með verkum eftir Robert Rauchenberg. Áhugaverð sýning en ég hef því miður lítinn smekk fyrir ýmsum formum nýlistar. Mér likaði best við ljósmyndirnar hans. Einnig voru á ýmis verk eftir nútíma listamenn, mikið af amerískri list. Það voru mjög áhugverð verk eftir Niki De Saint Phalle, Yves Klein, Roberto Malaval auk hóps sem var starfræktur á árunum 1965-1980 undir nafninu Ecole de Nice [Skólinn í Nice]. Var ýmislegt áhugavert frá þeim hóp. Á heimleiðinni fann ég líka skó!!! Loksins, kostuðu aðeins 15€. Ég er búin að taka myndir og ætla að setja inn. Allt er orðið mér myndefni, er að reyna að gera frekar of mikið en of lítið af því að taka myndir. En ég hins vegar gleymdi að taka myndavélina með mér á listasafnið! Týpískt ég. Annars er eitthvað lítið að frétta. Ég keypti og las Harry Potter and the half-blood prince. Mjög sorglegt. Er líka búin að finna mér nýjan höfund, Christopher Rice (sonur Anne Rice sem skrifaði Vampire Chronicles). Var að klára The Snow Garden, mjög góð bók og spennandi.
Á morgun 7. nóvember verður komið 1 ár frá því ég og sveppurinn minn hittumst fyrst. Ótrúlegt hvað getur margt breyst á einu ári.
1.11
Þá er nóvember hafinn. Einungis rúmar 6 vikur eftir. Lol, fyndið að tala svona enda hef ég bara verið hérna í rúmar 2. En það er ótrúlegt hvernig tíminn líður hérna. Það var ótrúlega rólegt hérna á heimavistinni í dag, enda flestir að sofa af sér syndir gærdagsins. Ég hins vegar fór á fætur rétt fyrir 11, fór í sturtu, klæddi mig og fór í brunch. Tók mig síðan til rétt eftir 12 og labbaði í bæinn. Það var ýmislegt opið, þrátt fyrir að í dag sé almennur frídagur. Alla vega nóg af búðum sem ég gat eytt peningum í. Keypti mér 2 nærfatasett og 2 æfingabuxur. Skemmtilegast við þetta var þó að ég verslaði mér æfingarbuxurnar í Zöru, sem er í fyrsta skipti sem mér tekst að finna eitthvað sem passar á mig þar. Þær voru reyndar alltof síðar en Ása útsjónasama var að sjálfsögðu með ferðasaumasettið sitt með sér og ég sat því hér og föndraðist við að klippa neðan af báðum buxunum sem littlu samfallanlegu skærunum mínum. Mig vantar reyndar tvinna til að ég geti faldað þær en ég get alveg notað þær svona þangað til ég verð mér út um tvinna.
Það var gott veður hérna, enn einn daginn. Það var nú reyndar eitthvað að þykjast ætla að rigna þegar ég labbaði heim rétt eftir 3 en það varð ekkert úr því.
Enn einn furðulegur kvöldmaturinn leit ljós í kvöld. Í kvöld var boðið upp á Toulouse Cassarole. Mitt ráð til þín ef þú sérð þetta einhvers staðar á matseðli: Ekki panta þetta! Pottrétturinn samanstóð af eftirfarandi: bökuðum baunum, pylsum (ekki svona rauðar eins og við þekkjum heldur eitthvað líkara bratwurst), nokkrar sneiðar af einhverri medisterpylsu og 2 lamba(held ég frekar en nauta-)skankar. Það sló þögn á salinn þegar þessu var skellt á borðin, og undrunar og hryllingssvipurinn á fólki sagði allt sem segja þurfti. Baunirnar voru ágætar. En þessi seinasta kvöldmáltíð hefur sannfært mig algerlega að ég þarf að sækja um 1/2 pension hérna á vistinni, s.s. bara morgunmat og hádegismat, ekki kvöldmat. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér og ég hef ekkert með það að gera að borða 2 heitar máltíðir, sérstaklega þegar hvorug þeirra er að mínu skapi. Ég get þá frekar bara keypt mér eitthvað grænmeti og etið eða farið út einhver kvöld. Ég get bara ekki meira af þessum mat.
Ég er að reyna að æsa fólk í að fara með mér eitthvert í næstu viku þegar enn einn frídagurinn er á föstudag 11. nóvember. Það væri svo tilvalið að leggja af stað á fimmtudagseftirmiðdegi eftir tíma og taka lest eitthvert annað hvort innan Frakklands eða til Ítalíu. Ég væri meir en til í að kíkja til Parísar, Flórens, Rómar eða Feneyja. Væri samt ekki eins skemmtilegt að þurfa að fara ein, en ég geri það ef enginn vill fara með mér. Enda ætla ég ekki að eyða 3ja daga helgi hérna á heimavistinni.
Ég er orðin uppiskroppa með lesefni og ætla að fara af alvöru að leita uppi bókabúðir. Hingað til hef ég fundið 1 bókabúð og hún seldi einungis bækur á frönsku! Mig vantar eitthvað á ensku. Ætla samt að snuðra hérna hvort einhver er ekki með eitthvað með sér enda er hér slatti af ameríkönum... spurningin er hins vegar hvort eitthvað af þeim lesi sér til dægrastyttingar.