Hrekkjuvaka
Jæja, þá er hann kominn dagurinn sem ég hef beðið eftir allt þetta ár! Hrekkjuvaka!!!NOT!
Það er s.s. búningar og læti hjá ameríkönunum hérna og allt að verða vitlaust. Ég sit hérna inni í tölvustofu og hlusta á amerískt gæðarokk sem berst hér eftir öllum göngum. Var meirað segja svona Hrekkjuvökumatseðill í matsalnum í kvöld. Það var hrásalat (kál, laukur, epli og valhnetur), bollur (gat ómögulega áttað mig á því hvað var í þeim en ég held það hafi verið fiskur, je ne sais pas!), karrýkjúklingur, kartöflur og viðbrenndir maiskólfar. MMMMMMMM! Eða þannig og svo í desert brownies... s.s. með möndlum og látum, yahoo! Ég dauðöfundaði vini mína sem höfðu vit á að panta sér pizzur. En svona gengur þetta fyrir sig hér, ein hörmungarmáltíðin á eftir annarri. Það versta er samt þegar ég gríp mig í eftirmatsumræðum sem eru yfirleitt eitthvað á þessa leið.. 'fórstu í mat? Já! Ahh. Hvað var í matinn? Ég er ekki alveg viss, en það var hringlótt og svo voru kartöfulur. Já!? Og hvernig var? Ekki slæmt!' Og um leið og maður segir 'Ekki slæmt' áttar maður sig á því hvað standardinn hefur lækkað frá því sem hann var áður en maður byrjaði að borða í mötuneytinu.
En nú er verið að loka Cyberdrominu og á morgun er frídagur og allt lok, lok og læs. Veit ekki hvað ég geri á morgun, enda held ég ekki margt að gera því allt er lokað. Samt opnir veitingastaðir og slíkt þannig að ég geri ráð fyrir að maður fari kannski út að borða og svona. Sé til.
Bið að heilsa öllum heima, sem þið haldið að vilji kannast við mig!
lol
Ása
Það er s.s. búningar og læti hjá ameríkönunum hérna og allt að verða vitlaust. Ég sit hérna inni í tölvustofu og hlusta á amerískt gæðarokk sem berst hér eftir öllum göngum. Var meirað segja svona Hrekkjuvökumatseðill í matsalnum í kvöld. Það var hrásalat (kál, laukur, epli og valhnetur), bollur (gat ómögulega áttað mig á því hvað var í þeim en ég held það hafi verið fiskur, je ne sais pas!), karrýkjúklingur, kartöflur og viðbrenndir maiskólfar. MMMMMMMM! Eða þannig og svo í desert brownies... s.s. með möndlum og látum, yahoo! Ég dauðöfundaði vini mína sem höfðu vit á að panta sér pizzur. En svona gengur þetta fyrir sig hér, ein hörmungarmáltíðin á eftir annarri. Það versta er samt þegar ég gríp mig í eftirmatsumræðum sem eru yfirleitt eitthvað á þessa leið.. 'fórstu í mat? Já! Ahh. Hvað var í matinn? Ég er ekki alveg viss, en það var hringlótt og svo voru kartöfulur. Já!? Og hvernig var? Ekki slæmt!' Og um leið og maður segir 'Ekki slæmt' áttar maður sig á því hvað standardinn hefur lækkað frá því sem hann var áður en maður byrjaði að borða í mötuneytinu.
En nú er verið að loka Cyberdrominu og á morgun er frídagur og allt lok, lok og læs. Veit ekki hvað ég geri á morgun, enda held ég ekki margt að gera því allt er lokað. Samt opnir veitingastaðir og slíkt þannig að ég geri ráð fyrir að maður fari kannski út að borða og svona. Sé til.
Bið að heilsa öllum heima, sem þið haldið að vilji kannast við mig!
lol
Ása