þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Kongsberg

Jæja,
Hér á undan (fyrir neðan) er bloggið sem ég skrifaði þegar ég var búin að ákveða að fara frá Cannes, fyrir þá sem hafa áhuga.

Ég er að njóta lífsins hérna í Kongsberg. Vaknaði kl. 11 í gær, dundaði mér við að setja í þvottavél, eldaði mér omelettu (þvílík sæla), fór í sturtu og á netið. Fór síðan í göngutúr um bæinn. Fann miðbæinn og kringlunna. Labbaði síðan niður með ánni, kom við í búðinni og síðan heim. Bryndís og Styrmir komu síðan heim og elduðu svínakótelettur og sætar kartöflur og það var bragð af matnum. Ég var hæstánægð.

Í morgun vaknaði ég kl. 10:45, fór í sturtu og eldaði mér omelettu, vaskaði upp. Hleypti Rán út, tvisvar, og sit nú við tölvuna og hamra og bíð eftir að kl. verði 2 en þá ætla ég að labba í vinnuna hennar Bryndísar og 'sækja' hana. Tekur ca. hálftíma að labba þangað. Það er fallegt veðrið hérna, en soldið kalt og örlítið rok. Ætti að vera hressandi að fara í göngutúr. Ég er enn að ákvðea hvenær ég ætla að fara til englands og hvað ég ætla að gera þar, en ég veit alla vega að ég fer til þeirra Frikka, Vigdísar og Snædísar. Ætla líka að hitta hana Völu annað hvort í Cardiff eða London. Svo býst ég við að ég komi heim. Nema einhver ætli að hitta mig í London!?