þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Prinsinn af Karlsrauðatorgi


IMG_0394, originally uploaded by Ása Björg.

Jæja,
Við höfum komist að niðurstöðu um nafn á drenginn okkar.

Trommusóló takk... drumm, drumm, drumm!

Prins Dandandái skal hann heita og þakka ég henni Mörtu minni kærlega fyrir uppástunguna að nafninu Prins en Dandandái kemur úr bullmáli sem hún Nína systir Sverris bjó til. Enn sem komið er kærir hann sig kollóttann um hvað hann heitir og eins og konungsbornum köttum sæmir gefur hann nafnaköllum okkar engan gaum!

Hann er þó strax farinn að ríkja hérna á Karlsrauðatorginu og hefur lífið undanfarna daga soldið snúist um dýrið. Aldrei datt mér til dæmis í hug að það myndi gleðja svona mitt litla hjarta að köttur myndi skíta inni í þvottahúsi hjá mér, jafnvel þó það væri í kattarkassann! (Bara svo það sé á hreinu þá var gleðin tengd því að hann er greinilega að fullu kassavanur!)

Það verður þó að fylgja sögunni að þó hann sé karakter og gaman að honum þá er hann ekki alveg skarpasti hnífurinn í skúffunni!

Kveðja,
Lafðin af Karlsrauðatorgi