mánudagur, júlí 05, 2004

jæja...

Þetta sjálfsagt 5 eða 6 færslan sem ber þetta nafn. Frumlegheitin alveg að fara með mína.

Er eitthvað andlaus... enn einu sinni er klukkan orðin alltof margt að aðfaranótt mánudags og ég ekki tilbúin að fara að sofa. Ekki að ég sé tilbúin að gera eitthvað annað en bara sérstaklega ekki til í að fara að sofa. Held alltaf að ég sé að missa af einhverju sem er í raun ótrúlega fyndið þegar hugsað er til þess að mér finnst lítið að því að sofa langt framyfir hádegi ef ég kemst upp með það.

Fór út á föstudag með Gunni gellu, vorum frekar vel í tá þegar við skjögruðumst niðrí bæ og eirðum okkur eiginlega hvergi enda frekar lítið af fólki á ferli þannig séð.

Bauð síðan í mat í gær vorum 6 að borða víðfræga lasagnað mitt sem var það jafnbesta sem nokkurt okkar hafði áður bragðað. Ég er alveg ótrúlegur kokkur þó að ég segi sjálf frá. Horfðum síðan á myndband frá brúðkaupi Heiðars og Þóreyar frá því í fyrra, var ekkert smá asnalegat að sjá mitt annað sjálf, sem ég kalla gjarnan athygliskjúku ásu til að aðgreina frá mér, taka völdin og vella vitleysu upp úr sér. Samt bara ofboðslega fegin að þetta var ekki ég...!
Force frænka kom síðan og við fórum í bæinn, enduðum á glaumbar af öllum stöðum þar sem athyglisjúka ása kom einmitt aðeins í heimsókn þar sem hún fór hamförum á dansgólfinu. Ætla aftur að segja að ég er fegin að þetta var ekki ég.

Var að telja til bara að þetta er 5 helgin í röð sem ég fengið mér í glas og 3 helgin af 5 sem ég hef djammað bæði kvöldin... spurning hvort ég er að reyna að vinna eitthvað upp?

Er alveg að komast í sumarfrí en það verður einmitt frá 12. til 18. júlí. YAHOOOO. Það sem er ekki gott við að vera bossinn er að maður getur engum nema sjálfum sér kennt um að komast ekki í almennilegt sumarfrí en verð þó að segja bossinum til varnar að ýmsir atburðir leiddu til þessarar niðurstöðu.

Ég er orðin svolítið óþreyjufull að bíða eftir að komast út. Gengur lítið með íbúðina enda bæði ég og pabbi búin að vera á fullu að vinna. En skattmann mun borga út vaxtarbætur um næstu mánaðarmót og þá skulu hlutir gerast.

Hlakka líka til að sjá hana systur mína þegar hún og kærastinn koma í ágúst. Verður gott að sjá þau, höfum ekki sést núna í meira en ár. Og alltof lítið talað saman.

Held að ég hætti í bili.. .tja nema já ekkert smá spennanndi með að ríkisstjórnin ætli að fella fjölmiðlafrumvarpið úr gildi. Þótt að það sé á vissann hátt svolítið let down að fá ekki að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Verður líka spennanndi að sjá hvort Dabbi á eftir að fjarstýra því að ákvæðið um málskotsrétt forseta verði fellt úr gildi. Ég hef sterklega á tilfinningunni að hann eigi alla vega eftir að reyna það.

En nóg núna,
góða nótt
ása