mánudagur, maí 31, 2004

Dagur...2!?

Ok, ok.

Þið getið hætt að skamma mig fyrir að skrifa ekki neitt. Ég hef bara ekki verið í stuði. Einhvern vegin hægðist bara á öllum ákafanum og ég hef ekki nennt að koma nálægt tölvunni eftir að heim er komið á kvöldin.
Ég hef hins vegar verið á fullu í magadansinum 2 kvöld í viku og ég verð að segja að þetta er da bom. Ekkert smá gaman, enda ætla ég að halda áfram á framhaldsnámskeiðið núna í júní. Ég fíla mig reyndar enn eins og fíll í postulínsbúð en ég er að ná hreyfingunum þó að tæknin og liðleikinn leave something to be desired. Aðallega er þetta samt bara alveg æðislega skemmtilegt, enda hef ég ekki átt mér alvöru áhugmál frá því að ég hætti í kórnum. Hef saknað þess alveg ógulega svo að maður tali ekki um hvað það gerir manni gott að fara eitthvert annað en beint heim nokkur kvöld í viku.

Því miður hefur ekki gerst mikið í íbúðinni. Við erum öll búin að vera svo uppteking af vinnu og áhugamálum. En stefnan hefur verið sett á mánaðarmótin ágúst-september með að setja á sölu þannig að við þurfum að fara að drífa okkur að taka til hendinni.

Ég fer norður um næstu helgi, en þá verður verslunarstjórafundur. Sem er reyndar helv... gaman. Var alla vega seinast. Gistum á gistiheimili í miðbænum og höfðum það bara gaman. Við vorum líka búin að tala um að hafa grillveislu núna heima hjá Siggu (sp?) og það verður öruggt partý ársins. Ég á von á að sjá samtarfsmenn mína fara hamförum, enda allt of sjaldan sem að við getum skemmt okkur saman.

Ég og pabbi fórum í gær í góða veðrinu og villtumst um Öskjuhlíðina í 1 og 1/2 tíma í 20° hita, var alveg geðveikt. Vona bara að við fáum fleiri svona æðislega daga í sumar.

Þetta eru svona helstu high lights af lífi mínu síðasta mánuðinn, ég þakka þeim sem lásu.

peace out,
ása