miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Jamm

Lífið er ljúft, ég sef til kl. 11 á morgnanna. Fer í sturtu, klæði mig, fæ mér að borða og les.

Í dag fór ég síðan og hitti Bryndísi þegar hún var búin að vinna og við löbbuðum í asíubúðina. Þar keyptum við svartar baunir, nýrnabaunir og sveppi.
Fórum síðan heim og Styrmir eldaði kjúkling og grænmeti, með geðveikri sveppasósu. Og svo í eftirrétt var smoothie. Síðan var kveikt upp í arninum og nú snarkar viðurinn og huggó.

Við systurnar erum að plana spa dag á föstudag eða laugadag. Ég ætla að fara í Ayurveda nudd og hún í aromatherpie. Svo ætlum við báðar í andlitshreinsun. Verðum flottar-i eftir þetta.