sunnudagur, febrúar 19, 2006

Frænkuboð og fleira


IMG_0209, originally uploaded by Ása Björg.

Er búin að vera að reyna að posta þessu í allann dag, kannski gengur þetta svonar!


Jæja,

Þá er maður kominn heim í heiðardalinn aftur. Frúin skellti sér sem sagt í bæinn yfir helgina. Ég fór í bíl á föstudag með Himma, Gumma frænda og Kristjáni. Fínir ferðafélagar og allir bara sáttir, ég tók við keyrslunni í Staðarskála og keyrði í fjörðinn þar sem við skiluðum bílnum sem átti að fara í viðgerð. Ég lallaði mér síðan yfir til Aspar frænku og rak aðeins nefnið inn í nýju íbúðina hennar. Fór síðan í mat og dól til Lonni. Fékk náttulega aðeins að máta hana Þórunni Emilíu. Hún bara svona smellpassar alveg eins og síðast! ;)

Frábær kvöldstund en maður er nú alvarlega farin að efast um geðheilsu þeirra sem eru að kjósa í dólinu. Það er allt í lagi að eiga sína uppáhalds en þetta snýst um að finna söngvara sem getur sungið og gefið út plötu. Viðkomandi þarf líka að hafa ákveðinn sviðssjarma. Því miður er einn drengur sem heitir Eiríkur sem er algerlega að rústa þessari keppni. Hann er ekki slæmur söngvari sem slíkur en það er bara svo augljóst þegar allur hópurinn hefur sungið að hann er bara einum (ef ekki tveimur) klössum fyrir neðan hina í hópnum. En hann hefur sveitafélagið sitt á bak við sig og svo eru örugglega einhverjir aumingjagóðir sem kjósa hann líka. Þetta er leitt því meðan hann hangir inni þá detta út virkilegir talentar sem gaman væri að sjá meira af.

Fór eftir skandalinn til hennar Dísu minnar og fékk að gista. Reif mig á fætur kl. 9:30 og puntaði mig upp fyrir daginn og hringdi í Salvöru systur og við hittumst á Kaffi París og fengum okkur morgunmat. Fórum síðan í Seymu og keyptum í pils sem Salvör er að fara að sauma í skólanum. Síðan komu móðursystur okkar og sóttu okkur og tóku okkur með í frænkuboðið sem var nú einu sinni ástæða sunnanferðarinnar. Þetta var hreint út sagt æðislegt. Yndislegt að hitta þessar skemmtilegur frænkur, það eina sem hægt er að segja slæmt um þetta er að það var slæmt að ekki fleiri frænkur mættu. Vantaði nokkrar aðalega mína kynslóð. En svona er það bara. Vonandi bara að þær sjái sér fært að mæta næst! Takk elsku frænkur mínar fyrir frábærann dag og Ásdís sérstaklega fyrir góðar veitingar, rjómakakan var algert dúndur.

Þegar frænkuboðinu lauk ákvað ég að kíkja aftur til Aspar frænku og við fórum á stylinn og fengum okkur borgara. Horfðum síðan á Eurovision í lélegum gæðum. Ég skal nú viðurkenna að ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þessi úrslit. Auðvitað vissi maður að Sylvía myndi taka þetta en maður var engu að síður að vona að fólk myndi sjá að sér. Ég er ansi hrædd um að það eigi margir eftir að fá alvarlega timburmenn þegar þeir gera sér grein fyrir hvað þeir hafa gert með því að senda þennann íslenska einkahúmor í Eurovision. Auðvitað hafa allir íslendingar skoðun á Sylvíu. Hvort sem þeir elska hana eða hata. En það er nefnilega málið, fyrir utan ísland er Sylvía Nótt bara enn eitt nobody-ið sem er dónaleg og truntuleg og ég er ekki svo viss um að hún verði neinn hittari þarna úti í Aþenu. En vonandi hef ég rangt fyrir mér.
En allavega eftir Euro fór ég heim til Dísu minnar og við horfðum á eina mynd og spjölluðum aðeins. Fór síðan að sofa um hálf fjögur. Vaknaði síðan tuttugu mínútur yfir átta og náði flugi norður kl. 9:30. Var ekkert gasalega hress þegar ég vaknaði og er frekar glöð að ekki var staðið við þá áætlun að kíkja út á lífið í gær. Sverrir minn kom svo og sótti mig á völlinn og við lögðum okkur aðeins þegar heim var komið.
Prins virðist ekkert hafa saknað mín, alla vega hefur hann ekkert leitað neitt sérstaklega til mín eftir að ég kom til baka. Maður kannski soldið sár en hann náttulega ekki búinn að þekkja mig nógu lengi til að sakna mín þó ég fari í 2 daga. En þeir höfðu það víst ágætt án mín feðgarnir.

Það er gott að vera komin heim. Ég er líka að fara í atvinnuviðtal á morgun og vonast eftir að fara í fleiri í vikunni. Vona að það gangi allt saman eftir.

Ása frænka