laugardagur, júní 26, 2004

Happy election day... mister president

Jæja þá er komið að því að maður fari að neyta réttar síns. Forsetakosningar í dag og langt síðan hefur verð eins spennandi kosningarbarátta um forsetaembætti [NB. lesist með kaldhæðnislegum undirtón].

Þrír einstaklingar hafa lagt persónu sína fram til dóms kjósenda.

Ég ætla ekkert að leyna því að mitt atkvæði fer til Óla. Það er ekki eins og það sé erfitt val.
Hafði þó velt því fyrir mér að skila auðu, svona til að sýna smá lit og mótmæla... en komst að því að ég hafði engar sérstakar athugasemdir fram að færa sem væru þess valdandi að ég vildi ógilda atkvæði mitt með þeim hætti.

Ég er bara nokk sátt með kallinn. Ég meina hann kemur vel fyrir, kanna að koma fyrir sig orði og er með glæsilega konu sér við hlið. Hann hefur líka sýnt að þrátt fyrir lognmolluna sem hefur umlukið hann í þessu embættið þau ár sem hann hefur setið sé hann tilbúinn að taka afstöðu.. loksins mætti kannski segja... en ég held að nú hafi verið tíminn til þess.
Ég hef heyrt þær raddir sem segja að mörg önnur mál hefðu verið heppilegri til að láta reyna á málskotsréttinn, það má vera ég veit það ekki. Aldrei hef ég verið kosinn forseti og ætla ekki að reyna að ljúga því að ég viti um þær skyldur sem því embætti fylgja. Ég veit hins vegar sem stjórnandi að stundum þarf að taka ákvarðanir sem eru ekki vinsælar. Það fylgir starfinu. Það vita allir þeir sem einhverju hafa þurft að stjórna.. hvort sem viðkomandi er forseti, verslunarstjóri eða húsmóðir.

Ég fyrir mína parta ætla að vona að fólk nýti rétt sinn til að kjósa og skili ekki auðu. Lýðræði er í eðli sínu byggt á draumum og hugsjónum og þess vegna er svo mikilvægt að við sem heild nýtum okkur rétt okkar til að kjósa. Ekki að leyfa okkur að afvegleiðast og gera okkur ómerk í lýðræðinu með því að nýta ekki atkvæði okkar til að hafa áhrif frekar en að taka einhverja afstöðu sem í raun segir ekkert. Kemur engu til skila.
Ef fólk vill koma skilaboðum áleiðis til forsetans eru margar leiðir færar. Það má skrifa í blöðin eða jafnvel til hans sjálfs! Ég veit ekki hvort hann er með símatíma en ég þykist vita að hann sé með viðtalstíma og þá er mál að hringja á skrifstofu forseta og panta tíma. Það mun skila þér meiru en einhver óljós skilaboð sem enginn kann að ráða, því ekkert er hægt að lesa af auðu blaði.

Hvað hina frambjóðendurnar varðar þá eru þeir í stóru myndinni aðeins lítil peð.

Baldur Ásgeirsson er okkur alveg ókunnugur. Held að það þekki hann enginn, enda hefur hann verið í útlöndum í einhver ár. Ef hann hefði komið fram fyrir ári síðan hefði kannski eitthvað unnist hjá honum en hann kom bara allt of seint til að hægt væri að sjá fyrir víst fyrir hvað hann stendur fyrir.
Ég hefði þó aldrei kosið hann eftir að ég frétta að hann leggði bílnum sínum í stæði merkt fötlum við blokkina sína. Stæði sem ætlaður er, og merkt, bíl einstæðrar móður með mikið fatlað barn.. Já, Baldur Ásgeirsson forsetaframbjóðandi leggur í stæði fyrir fatlaða. Þið fyrirgefið þótt ég hafi misst allann áhuga á að kynna mér fyrir hvað Baldur stendur fyrir. Greinilega einhver skítakarakter eða bara ofboðslega tilitslaus.. hvort heldur er þá er hann ekki manneskja sem ég kæri mig um sem forseta.

Svo er það hann Ástþór Magnússon. Elsku besti Friður 2000. Það er svoooo sorglegt með þennann mann. Hann hefur allar þessar fínu hugsjónir og ég verð að segja frábærar hugmyndir en hefur eyðilagt virkilega fyrir sér með sinni framkomu og skítkasti í gegnum tíðina. Það er litið á hann sem vænusjúkann geðsjúklinga. Með fullri virðingu fyrir áhuga hans á að herma eftir aðferðum grasrótarhreyfinga með táknrænum mótmælum þá held ég að hann eigi aldrei eftir að komast yfir tómatsósuatvikið. Hann kemur fram eins og trúður. Því miður. Ég, fyrir mitt leyti, væri alveg til í að eiga einn svona friðarforseta. En því miður hefur Ástþór með framferði sínu og öfgafullri og vænusjúkri hegðun komið í veg fyrir að hann verði nokkurn tíman tekinn alvarlega á Íslandi. Það er þunn lína á milli snildar og geðveiki. Því miður hefur hann Ástþór farið yfir þá línu of oft.

Jæja, ég held að ég láti þessari predikun lokið í bili og fari og standi við stóru orðin svona áður en kjörstaðir loka.

Munið líka að lotta, potturinn er þrefaldur í kvöld.

Ég óska ykkur gleðilegs kosningardags og vona að þið látið ykkur lýðræðið varða og skilið ekki inn auðu.

x- ace