fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Aukavinnu, við viljum allir meiri aukavinnu!


IMG_0398, originally uploaded by Ása Björg.

Tja, eða bara einhverja vinnu!
Fór í viðtal á mánudag, fæ ekki svar úr því fyrr en í næstu viku. Er að bíða eftir að vera kölluð í viðtal út af umsókn sem ég er með í gangi. Eitt starf í gangi sem er ekki búið að auglýsa. Fékk eina neitun í dag. Sótti um 2 störf, eitt í gær og annað í dag. Er s.s. með 1 viðtal og 4 umsóknir. Veit að ég verð boðuð í viðtal út af einni en viðkomandi er í útlöndum eins og er.

Núna hlýtur þetta að fara að gerast. Það bara hlýtur að vera. En þetta er svona þegar maður er með einhverjar kröfur. Það tekur alltaf dálítinn tíma að finna það sem hentar. Auðvitað gæti ég verið komin með einhverja vinnu í bakaríi eða sjoppu en þið sem þekkið mig vitið að það er ekki alveg það sem kellingin vill.

Og þá verður maður að hafa þolinmæði. En auðvitað reynir þetta á geðið og egóið. En ég er búin að standa mig nokkuð vel í þeim deildum held ég bara.

Er samt búin að vera að þjást of ljótunni undanfarna daga. Þið kvenkyns skiljið hvað ég á við, þetta tilfelli af ljótunni fylgir reyndar núna þessu mánaðalega og fylgir henni því alls kyns æxlamyndanir í andliti auk uppþembu og vatnssöfnunar. Mergjað.

Salvör systir ætlar að kíkja til mín um helgina, er í vetrarfríi þessi elska og ætlar að koma og kíkja á nýjasta fjölskyldumeðliminn. Hlakka til að taka á móti henni.

Dísa mín spurði í commentinu hvenær næsta sunnanferð væri fyrirhuguð. Eins og sakir standa þá er það ekki fyrr en 25. mars en þá er búið að bjóða mér í brúðkaup hjá Jönu og Skúla. Veit ekki til þess að ég komi fyrr en það er aldrei að vita.

Það var fjárfest í Buzz! hérna á Karlsrauðatorgi og við höfum setið sveitt við. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta PS2 spurningaleikur um tónlist. Sem hentar okkur báðum. Hann stendur sig betur í Oldies hlutanum en ég er betri í þessu nýja. Hef grínast með að ef hægt væri að steypa okkur í eitt þá værum við snilldarspilari.

Jæja, ætla að láta þetta duga í bili,
bæjó,
Ása

E.S. eina leiðin til að blogga í dag virðist vera í gegnum flickr þar sem blogger.com er ekki að standa sig í stykkinu. Þannig að þið þurfið bara að þola myndir með þessu öllu!